Markús, Þann 05. febrúar 2004, ritaði Markús Sveinn Markússon eitthvað á þessa leið:
Hvernig getur fyrirtæki sem lent hefur á svörtum lista losnað af slíkum lista? Lén í okkar umsjá hefur verið misnotað með sendingu tug- ef ekki hundruða þúsunda SPAM skeyta út um allan heim og ég tel víst að þetta lén hafi af þeim sökum verið skráð á slíka lista. Skeytin voru látin líta út fyrir að koma frá netfangi með þetta lén - að ósekju. Ef ég man rétt þá rakti ég þessi skeyti á sínum tíma mest til ".kr".
Flestir af stóru blacklistunum eru ekki að setja lén á svartann lista ef það hefur bara verið notað sem From í SPAM sendingu, það er frekar að clueless notendur fari útí svoleiðis aðgerðir enda er sá sem er í From headernum yfirleitt meira fórnarlamb en sá sem fékk skeytið. En ef einhver lendir á svörtum lista þá er fjandanum erfiðara að komast af honum aftur, fyrst þarf að komast að því á hvaða lista/listum maður lenti og svo biðja þá um að fjarlægja skráninguna sem er ekki auðvelt ef þessi aðili telur sig hafa haft ástæðu til að lista viðkomandi til að byrja með, nema auðvitað að þetta hafi verið opið relay og þá er nóg að loka því og fara á vefsíðu viðkomandi blacklista. Á hvaða listum voruð þið að lenda, og lentuð þið með IP tölu(r) eða lén á listunum? /Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is