Sælir félagar, Nú könnumst við væntanlega öll við þá plágu sem þjófnaður á tölvubúnaði er, en þar virðast fartölvur og annar dýr, auðflytjanlegur búnaður vera í sérstöku uppáhaldi. Mér datt í hug að spyrja hér þá aðila sem reka þráðlaus net hvað þeir gera þegar notandi tilkynnir að tölvu hans hafi verið stolið. Farið þið yfir logga eða slíkt til að athuga hvort viðkomandi tölva hafi tengst einhversstaðar inn síðan henni var stolið? Hvað ef annar notandi vill síðar skrá viðkomandi tölvu í þjónustuna? Hér hjá HÍ höfum við svokallaðan "válista", sem er listi yfir MAC addressur stolinna korta (margar fartölvur hafa innbyggð þráðlaus netkort, þannig að líklegast er að þessi tala breytist ekki milli eigenda), og við fáum svo sjálfvirka tilkynningu ef notandi reynir að skrá sig í þjónustuna með MAC addressu sem er á listanum. Spurning, ef fleiri hafa eitthvað svipað, að við gætum samræmt þessa lista? -- Kristófer Sigurðsson Tel: +354 525 4103 Netsérfræðingur/Network specialist E-mail: ks@rhi.hi.is Reiknistofnun HÍ/University of Iceland Public PGP key: finger -l ks@herdubreid.rhi.hi.is