Mig langar að benda á umræður á póstlistum og Usenet um Verisign/Network Solutions. Fyrirtækið er eitt af þeim sem gætir rótarnafnaþjóna og tók upp á því á föstudaginn að "stela" öllum lénum sem hafa ekki verið skráð undir endingunum .net og .com - Þannig vísa t.d. allar vefslóðir sem slegnar eru vitlaust inn eða eru ekki til inn á vefþjón þeirra sem kallast sitefinder-idn.verisign.com - Hugmyndina eiga sjálfsagt kallar sem finnst það eitursniðugt að gera svona og geta síðan sett up leitarvél á þeirri síðu, hagnast mikið á tiltækinu o.s.frv... Þetta þýðir þó ekki að ekki sé hægt að skrá lén í .net og .com framvegis :) - endingartíminn á svörum er 15 mínútur og þetta á einungis við um óskráð lén. Gallinn er að þetta brýtur ýmsa staðla, sá augljósasti er að póstþjónar geta ekki lengur hafnað ruslpósti sem er með fölsuðum sendandanetföngum sem enda á .com eða .net þar sem DNS segir nú ávallt að lénið sé til þó það sé það ekki. Þetta eina atriði hefur valdið mikilli reiði meðal kerfisstjóra um allan heim og nú þegar hafa verið sendar kvartanir til ICANN og umræðan er áköf. Ég bendi hér á fáeinar vefslóðir um málið: Hér er fyrst 'implementation' frá Verisign: http://www.verisign.com/resources/gd/sitefinder/implementation.pdf Sýnishorn af umræðum um málið: http://www.iab.org/Documents/icann-vgrs-response.html http://groups.google.com/groups?q=Verisign+DNS&ie=UTF-8&oe=UTF-8&hl=is&btnG=Google+Leit Listi yfir önnur GTLD sem hafa einnig gert þetta: http://postmaster.gtcs.com/bogusdomains.aspx Í umræðunni hefur einnig verið að sniðganga algjörlega Verisign og patcha helstu forrit og þjónustur til að láta eins og 'þjónusta' þeirra sé ekki til. Þá er bent á að það Verisign hefur sett sérstakt AS-nr. fyrir þetta sem er AS30060 og þá er auðvitað hægt að filtera það burt í routing-töflu. Hér er einföld m4 regla fyrir sendmail sem hafnar pósti frá lénum sem svara með IP-tölunni 64.94.110.11: http://www.cosanostra.net/~fnord/check_verisign.m4 Sumir ganga svo langt að patcha DNS til að útiloka svar með sömu alræmdu tölunni: http://achurch.org/bind-verisign-patch.html Ath. Ég er ekki að mæla með einu eða neinu, þeir sem vilja nota þessi pötch gera að að sjálfsögðu á eigin ábyrgð og ég aðstoða ekki við það :) -B- -- = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = -Björn Davíðsson- - Snerpa ehf. Tölvu og netþjónusta. bjossi@snerpa.is - 520-4000 - Mánagata 6 - 400 Ísafjörður.