Sæll gamli vin Kristófer! On Fri, 18 Jan 2002, Kristófer Sigurðsson wrote:
Sælir,
Við hjá Inter erum að plana að setja upp sérstakan tilkynningapóstlista sem heitir bilanir@isp.is - Hann er hugsaður fyrir tæknilega tengiliði í Internetveitum á Íslandi en ekki fyrir almenning. Á þennan lista væri hægt að pósta tilkynningar um bæði fyrirhugaðar og óvæntar rekstrartruflanir og yrði listinn ætlaður öllum netum, þ.e. ISnet, Simnet og LinaNet óháð því hvar menn eru tengdir.
Mér sýnist þú vera að gleyma einu - non-commercial netinu okkar. ;-)
Þar er annars vegar HInet, sem er eitt stærsta netkerfi landsins (4. stærsta, samkv. talningu RIPE, minnir mig), og svo náttúrulega okkar uplink, RHnet.
Úps.. auðvitað átti ég við þau líka... Merkilega margir eru búnir að hafa samband og segjast hafa áhuga á að vera með í slíkum lista þannig að ég held að sé ljóst að hann verði til. Hinsvegar er spurning hvort væri sniðugara í ljósi þess að gurus@lists.isnic.is er með mjög skyldan áskrifendahóp, að nota annaðhvort þann lista, bilanir-listann eða þá að nota annan listann sem "exploder" fyrir hinn. Mér datt strax í hug að fá leyfi hjá Óla sem er umsjónarmaður gurus-listans til að gurus verði exploder þannig að þeir sem eru þegar áskrifendur að gurus fái tilkynningar af bilanir líka en þá væri bilanir-listinn s.s. ekkert lokaður lengur. Kostirnir við að hafa hann lokaðan, þ.e. þrengri hóp sem markaðist af ISP'um og útlandagáttum væru að menn væru ófeimnari við að tilkynna atvik sem eru í gangi en ekki fullgreind, en það hefur viljað brenna við að menn vilja ekki melda truflanir fyrr en þeir vita allt um þær - þ.e. hafa þær fullgreindar, sem gengur nátturulega ekki upp. Gott væri að fá viðbrögð þeirra sem reka útlandagáttirnar (og annarra) við því hvernig væri heppilegast að gera þetta þannig að öll sætum við eftir með betri fyrirvara og meiri vitneskju um óvæntar truflanir. kk, -B- -- = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - -Bjorn Davidsson- - Snerpa ehf. Computer & Networks services bd@it.is - 354-520-4000 - Managata 6 - 400 Isafjordur - Iceland