það sem skiptir máli í þessu er að netföng sem skráð eru sem formleg contact netföng fyrir *netið* sem misnotkun af þessu tagi á sér upptök í, séu lesin og up-to-date.... vandamálið (í þessu tilfelli) á upptök í ákveðinni IP tölu en menn geta ekki sent póst á abuse@1.2.3.4 eða postmaster@1.2.3.4 -- það getur verið á verulegu reiki hvaða *léni* viðkomandi IP tala tilheyrir!
Satt, nota menn þá frekar reverse skráningar til að finna kontakta (eða lén sem geta gefið kontakta) eða AS skráningar?
Nei, menn fletta þessum contact netföngum upp í gagnagrunnum LIR sem úthlutar viðkomandi IP tölum (þ.e. RIPE/ARIN/APNIC ...) það eru hinar "opinberu" upplýsingar um ábyrgarmenn IP neta. Tengilið AS# þarf svo að hafa samband við ef um er að ræða systematíska misnotkun frá einu af netum AS eða ef enginn viðbrögð eru við kvörtun um misnotkun (þ.e. svar eða að misnotkun hætti). Það þarf ekki endilega að vera að contactar lénsins sem PTR færslan bendir á séu ábyrgir fyrir upptaka-IP tölu misnotkunar (og því miður þá vantar alltof oft PTR færslur). Sem sagt -- haldið við RIPE skráningum ykkar neta og ykkar viðskiptavina! :-) -- Marius