Sælir, Fyrsti pósturinn minn á þennan póstlista en hérna kemur það... Er það ekki bannað að skrá einhvern á póstlista sem bað ekki um það? Það stendur að sá sem skráir sig á síðuna OG aðilarnir sem þeir mæla með fara á póstlistann. Ég veit ekki mikið um fjarsölu- og húsgöngulögin en ég sé hérna að þeir eru að brjóta í bága við þetta þar sem ég er skráður á póstlista án míns samþykkis og ég veit að það stendur einhvers staðar að þeir mega ekki senda meira en eitt bréf til mín án þess að ég samþykki komu fleiri bréfa. Aðilinn sem mældi með mér skráði mig inn, ekki ég. Auk þess stendur ekkert í meðmælabréfinu að ég skuli vera settur á póstlistann hjá þeim og ekki gefinn möguleiki á að fara af honum, hvorki í meðmælabréfi né bréfum sem send eru á póstlistann. Það er í lögum einhvers staðar sem skylda alla til að hafa möguleika á uppsögn í boði fyrir þá sem fá bréfin og hann á að virka og vera sýnilegur. Veit ekki hvort að lögin eru í gildi hérna en ef ekki, þá ætti að setja þau. Fyrir utan að senda mér marga tölvupósta, þá falsa þeir líka tölvupóstföngin og láta það líta út fyrir að aðilinn hafi sent þetta frá sínu tölvupóstfangi, er það ekki bannað? Ég ætla allavega að hringja og harðskamma þá síðar í dag. Með kveðju, Svavar Lúthersson (svavarl@stuff.is) On Wed, 14 May 2003 08:49:19 +0000 Bjorn Davidsson <bjossi@snerpa.is> wrote:
On Tue, 13 May 2003, Andri Óskarsson wrote:
Veit ekki hvort þið hafið fengið þetta en ég hef verið að fá auglýsingapósta frá AVIS.
Við fengum svona "vina"-póst á 'snerpa@snerpa.is' sem er póstlisti og vorum ekki hrifin.. Ég sendi þetta á AVIS um leið --- Date: Thu, 8 May 2003 17:01:15 +0000 From: Bjorn Davidsson <bjossi@snerpa.is> To: webmaster@avis.is Cc: snerpa@snerpa.is Subject: (fwd) Taktu þátt í 'We try harder' leiknum Message-ID: <20030508170115.D30899@gola.snerpa.is>
Athugið: Skv. notkunarreglum okkar er óheimilt að halda póstlista yfir áskrifendur sem hýsa póst sinn hjá okkur, nema þeir hafi sjálfir beðið um að verða settir á hann.
sbr. af heimasíðu ykkar: "Það mun sendast e-mail frá þér á alla þá sem þú gefur upp, til hvatningar um að taka þátt í +leiknum. Einnig fara þeir og þú inná póstlista hjá Avis sem er hægt að segja sig af seinna."
Ef berast hingað fleiri póstar af þessu tagi lokum við alfarið fyrir póstsendingar frá avis.is - þetta er eina aðvörunin sem þið fáið.
---
Í gær fengum við síðan frá þeim auglýsingu... og svar okkar var ...
--- From: Bjorn Davidsson <bjossi@snerpa.is> Subject: (fwd) (fwd) Taktu þátt í 'We try harder' leiknum To: webmaster@avis.is, snerpa@snerpa.is Date: Tue, 13 May 2003 16:42:32 +0000
Nú er avis.is búinn að senda okkur óumbeðinn fjöldapóst, er með okkur á póstlista sem við höfum EKKI óskað eftir að verða sett á.
Hér er haus bréfsins sem sent var í dag en innihald þess er HTMLska...
From avis@avis.is Tue May 13 16:30:07 2003 Return-Path: <avis@avis.is> [...etc.. etc...]
Þar sem viðvöruninni að neðan var ekki sinnt, verður lokað á allar frekari sendingar frá avis.is þar til avis.is hefur lýst því yfir að þeir hafi eytt af póstlistum sínum öllum þeim sem ekki báðu sjálfir um að verða settir á hann. ---
Þannig að núna er lokað á þennan aðila hér.
kk, -B-
-- = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = -Björn Davíðsson- - Snerpa ehf. Tölvu og netþjónusta. bjossi@snerpa.is - 520-4000 - Mánagata 6 - 400 Ísafjörður.
_______________________________________________ Gurus mailing list Gurus@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/gurus