Það var Föstudagur í Ágúst þegar Guðbjörn S. Hreinsson sagði:
Ég sendi kvörtun vegna 212.30.195.24 (adsl7-24.simnet.is) sem er hér nefndur að neðan síðasta sunnudagskvöld til bæði tech-c og admin-c fyrir simnet.is (til hverra annara á maður að senda svona kvartanir?)
abuse er þekkt netfang ekki satt? Það er það sem ég nota alltaf og mér hefur sýnst vera góð hefð fyrir.
Jú, ég hefði átt að gera það, auðvitað. Hitt var gamall vani, enda er abuse@ frekar nýr staðall og svo er ég vanur því að fletta upp á neti viðkomandi ef pósturinn kemur ekki frá póstþjóni viðkomandi léns. Einnig var ég einstaklega pirraður eftir að hafa verið að flokka og eyða pósti úr hólfinu mínu. Hverjum hefði dottið í hug að það væru svona margar tegundir af 1) delivery failure skeytum og 2) meldingum frá veiruleitarpóstgáttum? Mér finnst að það mætti staðla slík svör til að auðvelda sjálfvirka flokkun. --