Sælir, Svavar Lúthersson, Wed, May 14, 2003 at 09:44:52AM +0000 :
Sælir,
Fyrsti pósturinn minn á þennan póstlista en hérna kemur það...
Er það ekki bannað að skrá einhvern á póstlista sem bað ekki um það? Það stendur að sá sem skráir sig á síðuna OG aðilarnir sem þeir mæla með fara á póstlistann. Ég veit ekki mikið um fjarsölu- og húsgöngulögin en ég sé hérna að þeir eru að brjóta í bága við þetta þar sem ég er skráður á póstlista án míns samþykkis og ég veit að það stendur einhvers staðar að þeir mega ekki senda meira en eitt bréf til mín án þess að ég samþykki komu fleiri bréfa. Aðilinn sem mældi með mér skráði mig inn, ekki ég. Auk þess stendur ekkert í meðmælabréfinu að ég skuli vera settur á póstlistann hjá þeim og ekki gefinn möguleiki á að fara af honum, hvorki í meðmælabréfi né bréfum sem send eru á póstlistann. Það er í lögum einhvers staðar sem skylda alla til að hafa möguleika á uppsögn í boði fyrir þá sem fá bréfin og hann á að virka og vera sýnilegur. Veit ekki hvort að lögin eru í gildi hérna en ef ekki, þá ætti að setja þau.
Nei, það er ekki bannað að skrá einhvern á póstlista óumbeðið (þ.e.a.s. ekki samkv. neinum landslögum). Ákvæðin sem þú minnist á um "opt-out" gilda aðeins um póst sem býður til sölu varning að söluverðmæti yfir 4000 krónur.
Fyrir utan að senda mér marga tölvupósta, þá falsa þeir líka tölvupóstföngin og láta það líta út fyrir að aðilinn hafi sent þetta frá sínu tölvupóstfangi, er það ekki bannað?
Pósturinn jú sendur frá þessum vini þínum, ekki AVIS. A.m.k. fyrsti pósturinn, þannig að ekki er um eiginlega fölsun að ræða. Ég sé aðeins eitt lögbrot í gangi hér, og það er að senda óumbeðinn fjöldapóst án þess að athuga hvort viðkomandi sé bannmerktur í þjóðskrá. Samkvæmt lögum er það með öllu óheimilt, ekkert "opt-out" og sendanda ber skylda til þess að sjá til þess að sendingin fari ekki til fólks sem bannmerkir sig á þennan hátt. -- Kristófer Sigurðsson Tel: +354 525 4103 Netsérfræðingur/Network specialist E-mail: ks@rhi.hi.is Reiknistofnun HÍ/University of Iceland Public PGP key: finger -l ks@herdubreid.rhi.hi.is