On Thu, 2002-04-04 at 14:43, Marius Olafsson wrote:
Legg til að þú notir póstkerfi sem getur notað íslensku án brenglunar:
Á meðan ég skrifa þetta bréf er ég að sækja sources af kerfinu, þar sem ég mun taka þetta silly "convert 8 bit to X" drasl út, og vistþýða upp á nýtt.
Subject: Re: [Gurus] SkilyrXi fyrir mXttXku pXsts X-Mailer: Evolution/1.0.2
HÍ notar RBL+ (http://www.mail-abuse.org) og SBL (http://www.spamhaus.org/SBL) ásamt því að krefjast DNS skráningar netfangi sendanda o.sfrv til að sía ruslpóst. Með þessu móti eru stöðvuð 2-3þús ruslpóstskeyti á sólarhring.
Spurningin snýst náttúrulega að miklu leyti, eins og við vitum allir, en fæstir okkar vilja viðurkenna, að við erum að reka þessa póstþjóna fyrir notendurna.
Og hverjir okkar vilja ekki viðurkenna það? Skil ekki alveg þetta komment en þar sem ég er ekki að reka slíka lengur þá hafa hlutirnir kannske eitthvað breyst...
Þetta var nú bara djók - ég var að vísa til þess, að margir okkar leggja meiri áherslu á að hafa kerfin sín flott, tæknilega séð, en að þeir virki fyrir notendurna...án þess að ég sé að skjóta á neinn sérstakan.
Og notendum er í flestum tilfellum alveg sama um rekstur póstþjónanna, þeir vilja bara fá póstinn sinn.
Af hverju heldurðu að við séum yfirleitt að setja SPAMfiltera ... af einhverjum BOFH stælum? -- Nei, það er einfaldlega gert til að þjóna notendum betur og koma til móts við stöðugar kvartanir frá notendum vegna ruslpósts. Það er eina ástæðan ... við sjálfir getum útilokað SPAM frá okkur með öllu með nokkurum procmail reglum eða slíku....
Ég er mjög sammála þessu. Það er ekki málið. Mín ábending hins vegar sú, að á mjög mörgum stöðum eru þeir sem sjá um peningaflæðið ósammála. Þá á ég annað hvort við kúnnana eða hreinlega yfirmenn. Eins og Björn benti á á fyrsta bréfi sínu.
Svo að spurningin er í rauninni ekki "hversu stranga filtera vil ég vera með?", heldur "hversu stranga filtera hef ég tíma til að hafa?".
Fer allt eftir þvi hvernig þetta er gert hversu mikinn tíma það tekur hjá kerfistjórum. Eðlileg SPAMvörn ... eins og sú sem hér hefur verið til umræðu tekur ekki mikinn tíma og er sjálfsögð þjónusta við notendur.
Aftur sammála, en í þessu hef ég, eins og kannski fleiri, rekist á vandkvæði við að láta þá sem stýra peningaflæðinu samþykkja það.
Ég er einnig sammála því, að þessir hlutir eiga að vera í lagi, en getum við sagt okkar notendum að við (sem dæmi) tökum ekki við pósti frá Landssíma Íslands (LÍ er með þetta í lagi hjá sér, held ég, ég tek þá bara sem dæmi, þar sem þeir eru stór aðili), vegna þess að kerfisstjórn þar hafi gert mistök í kerfisstjórn?
Er ekki spurning um "mistök" í kerfistjórn. Þetta er spuring um uppsetningu. Og enginn alvöru ISP ákveður að setja hlutina upp þannig að þetta vandamál komi til.
Nei, en því miður eru til stórir ISP'ar sem setja svona hluti kolrangt upp. Það að neita móttöku pósts frá slíkum ISP'um er það eina rétta, ef við myndum allir gera það myndi það væntanlega láta þá laga þetta hjá sér, en eins og staðan er í dag, þá munu þessir stóru aðilar halda áfram að hafa þetta svona, og okkar notendur áfram þurfa að vera í póstsamskiptum við clueless fólk hjá þessum aðilum...og einhver hluti af þessu clueless fólki mun kenna okkur um þetta vandamál. Og hreinlega hætta í viðskiptum hjá okkur. Þetta er vandamál sem er einstaklega pirrandi á commercial netum. -- Kristó