Sæll Einar og aðrir listamenn. Þar sem ég starfa nú hjá Símanum er erfitt að láta þessu ósvarað. Frá því Sobig.F fór fyrst af stað erum við búnir að gera fjölda viðskiptavina viðvart um að þeir séu smitaðir og höfum bent þeim á leiðir til að losa sig við óværuna. Í sumum tilvikum höfum við jafnframt þurft að grípa til þess að loka tengingum viðkomandi þó það sé ekki fyrsta úrræði sem gripið er til. Við lokuðum ennfremur á öll samskipti frá okkar netum til hinna 20 svokallaðra "uppfærsluþjóna" vírussins. Það svíður því óneitanlega undan þeirri athugasemd þinni að hér á bæ hafi ekkert verið gert og finnst mörgum ómaklega að okkur vegið. Við munum taka á þessum lista hér fyrir neðan hið bráðasta og þætti mér vænt um að fá upplýsingar um á hvaða póstfang umrætt skeyti var sent því við leggjum það ekki í vana okkar hér í kerfisþjónustu Símans að svara ekki pósti. Póstur er jú eftir allt ein af þeim stoðum sem við byggjum þessa deild á. Með bestu kveðju, Ingvar Ingvar Bjarnason Verkfræðingur Tæknideild Gagnasviðs ----- Original Message ----- From: "Einar Indridason" <einari@f-prot.com> To: <gurus@lists.isnic.is> Sent: Friday, August 29, 2003 1:54 PM Subject: [Gurus] SoBig.F@mm og dreyfing innan Íslands
Ykkur til fróðleiks, amk miðað við það sem við sjáum hjá okkur:
Sobig.F dreifing.
Við höfum fylgst með því hvaða vélar á Íslandi eru að dreifa Sobig.F, og höfum flokkað þær niður eftir IP tölum.
Þessir listar voru síðan sendir á viðkomandi aðila og síðan athugað 1, 2 og 3 dögum síðar hvað hefði gerst.
Eftir fyrst daginn voru allar tölvur á RHnet hættar.
Eftir annan daginn voru allar vélar hjá Hringiðunni hættar.
Við höfum nú ákveðið að birta listann yfir þær IP tölur sem enn eru að dreifa Sobig.F hérlendis, ef einhverjir myndu einfaldlega vilja loka á þær.
Hér kemur listinn - talan í fremsta dálki er fjöldi eintaka af Sobig.F sem viðkomandi vél hefur sent okkur síðasta sólarhringinn.
Veruleg fækkun varð á vélum hjá LínuNet, en þó standa enn eftir 3 dreifingarvélar.
17 AS15605 213.220.121.120 (raf-a120.raflinan.is ) 323 AS15605 213.220.124.163 (raf-d163.raflinan.is ) 198 AS15605 213.220.73.143 (adsl73-143.du.heimsnet.is )
OG Vodafone svaraði skeytinu sem var sent og sagðist myndu koma því áfram, en svo virðist sem ekkert hafi verið gert.
142 AS12969 194.144.117.218 () 10 AS12969 194.144.36.74 (194-144-36-74.xdsl.is ) 10 AS12969 194.144.8.254 (194-144-8-254.xdsl.is ) 86 AS12969 213.213.133.125 (213.213.133.125.in.is ) 18 AS12969 213.213.137.82 (213-213-137-82.xdsl.is ) 14 AS12969 213.213.140.75 (213-213-140-75.xdsl.is ) 10 AS12969 213.213.141.149 (213-213-141-149.xdsl.is ) 47 AS12969 213.213.147.8 (213-213-147-8.xdsl.is ) 23 AS12969 213.213.149.84 (213-213-149-84.xdsl.is )
Landssíminn sýndi langsamlega lélegustu viðbrögðin - þar hefur ekkert verið gert og engum pósti frá okkur varðandi þetta mál hefur verið svarað.
43 AS6677 157.157.138.190 () 46 AS6677 157.157.143.158 (in3-a-p158.du.simnet.is ) 60 AS6677 157.157.178.85 (adsl-35-85.du.simnet.is ) 152 AS6677 157.157.208.165 (adsl-23-165.du.simnet.is ) 62 AS6677 157.157.208.51 (adsl-23-51.du.simnet.is ) 39 AS6677 157.157.239.61 (adsl-48-61.du.simnet.is ) 15 AS6677 194.105.244.41 (gi-41.gi.is ) 17 AS6677 212.30.195.24 (adsl7-24.simnet.is ) 32 AS6677 212.30.210.98 (secured.homelinux.org ) 14 AS6677 212.30.212.196 (not.efling.is ) 11 AS6677 213.167.135.125 (adsl001.xnet.is ) 54 AS6677 213.167.135.62 (hagi.xnet.is )
_______________________________________________ Gurus mailing list Gurus@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/gurus