Sælir gúrúar, nú veit ég ekki með ykkur en hérna á Gagnaneti Símans eru mál svo komin að abuse kvartanir eru farnar að taka 50% af starfi heils starfskrafts. Þá er ég að tala um bara kvartanir um hegðun okkar viðskiptavina. Það er ljóst að þetta er dýr hegðun og leggst á aðra notendur sem ekkert brjóta af sér. Þetta er vinna sem er lítið hægt að minnka með einhverju automat þar sem þetta innifelur mikil samskipti sem er illa hægt að automata (svo ég sjái). Mig langar að vita hvort aðrir finni fyrir sömu þróun (nokkuð viss um þetta) og hvort þið hafið skoðað eitthvað automat ferli til að minnka overhead? Einnig væri gaman að vita hvort allir séu með notkunarskilmála og þá hvort þið hafið sektarákvæði sem þið beitið? Íslenskir "hakkerar" og/eða script kiddies eru orðnir mjög uppivöðslusamir og nauðsynlegt að taka á því en líklega vill enginn vera vondi kallinn og brjóta ísinn, menn geta átt von á slæmu orðspori, samúðarárásum o.s.frv. Svona smá laugardagsmorgunspælingar. -GSH