Sælt veri fólkið, Ég efast ekki um að flestir á þessum lista hafa lent í hinum hvimleiðu skeytasendingum Friðar 2000, þar sem þeir taka það fram, að þeir hafi fengið netföngin á listanum með því að kaupa geisladiska að utan. Einnig taka þeir fram að þeir séu ekki að brjóta lög, þar sem þeir eru ekki að auglýsa neitt til sölu. Þeir eru augljóslega með þessu að brjóta alla notkunarskilmála. Fyrst sendu þeir bréf frá peace.is, en eftir að Íslandssími skammaði þá aðeins (ég tek ofan fyrir Sveini Guðna hjá Íslandssíma, fyrir að taka vel á því máli), virðast þeir hafa skipt yfir á email.com. Ég bíð svars frá abuse@email.com, en þeir virðast hafa frekar stranga policy gegn svona spammi. Þó að málefnið sem er verið að auglýsa sé óneitanlega gott (ég vonast eftir því að sjá sem flesta í mótmælum), þá er aldrei ásættanlegt að senda spam. Er ekkert sem er hægt að gera í þessu, ef þeir halda áfram að skipta um póstþjóna? Íslandssímamenn, er enginn séns á því að þið getið sagt upp netsambandinu við þá? Og við, Internetþjónustuaðilar, jafnvel sameinast um að veita þeim ekki þjónustu? Bara mín tvö sent. ;) -- Kristófer Sigurðsson Tel: +354 525 4103 Netsérfræðingur/Network specialist E-mail: ks@rhi.hi.is Reiknistofnun HÍ/University of Iceland NIC handles: KS11-IS - KS4969-RIPE Public PGP key: finger -l ks@katla.rhi.hi.is