On Tue, 02 Apr 2002, Olafur Osvaldsson wrote:
Í lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga (2000 nr. 46 16. maí) segir svo:
=== snipp === Hafi neytandi ekki tilkynnt sig til skrár Hagstofu Íslands, sbr. 2. mgr., eða áskrifandi fjarskiptaþjónustu óskað eftir sérmerkingu í símaskrá í samræmi við ákvæði fjarskiptalaga og seljandi sendir honum í beinni markaðssókn tölvupóst ber að gefa neytanda kost á að veita samþykki sitt fyrir áframhaldandi notkun á þeirri fjarskiptaaðferð. Samþykki neytandi ekki sérstaklega áframhaldandi sendingar með tölvupósti eru þær framvegis óheimilar. === snipp ===
Gallinn er, eins og Ástþór benti óbeint á að þessi lög virka ekki ef ekki er um markaðssókn, þ.e. sölustarfsemi að ræða. Hann var ekki að selja neitt og því á lagagreinin því miður ekki við. Ég benti á þetta sérstaklega á póstlista netverja þegar lögin voru til umfjöllunar á þinginu en því miður kom ekki neitt um þetta frá Félagi netverja, minnir mig fyrir óheppni (allir héldu að einhver ætlaði að gera það.. ) til þingsins. Ég benti þinginu á þetta þegar fjarskiptalögin voru til umfjöllunar en samgöngunefnd hunsaði þá þær ábendingar. Því miður. Okkur vantar betri lög til að taka á spammi.
Samkvæmt notkunnarskilmálum gamla ISnet, landssímans og línu.net þá eru svona sendingar með öllu óheimilar og varða lokun aðgangs ef ég man rétt.
Það er hinsvegar alveg rétt og þegar löggjafinn stendur sig ekki verða aðrir að taka upp þráðinn. Eins og allar netþjónustur landsins hafa gert, ef ég skil notkunarskilmála þeirra rétt. Sjálfur hef ég gefið þeim sem spamma einn (1) séns og hef ekki áður séð dæmi um að menn spammi oftar en einu sinni fyrr en nú. Aðilar eins og Vefsýn, plus.is og fleiri sem ég hef átt samskipti við áttuðu sig á "mistökunum" og ég hef ekki fengið nein vandamál´endurtekin. Ekki einu sinni Ástþór & Co. Til fróðleiks pósta ég hér síðan spamstopp hjá okkur í mars. Ég held liðirnir skýri sig að mestu sjálfir en netfangablokkin er safn af "from:" netföngum sem safnað er saman héðan og þaðan og bætt í eftir efnum og ástæðum. Netfangablokk............... 4,22% DUL relays.ordb.org ........ 5,43% DUL blacklist.spambag.org .. 1,39% DUL-listinn (ísl. hluti) ... 0,31% DUL-listinn (erl. hluti) ... 0,63% Annað DUL-block ............ 0,03% Annað opin relay ........... 1,01% Annað spamsource ........... 0,23% Lokað v.póstlista án samþ. . 2,29% Vantar lén sendanda ........ 0,01% Lén sendanda ekki til ...... 0,50% Lén send. e. skráð í DNS ... 1,88% Lén send. rangt skr. í DNS . 0,19% Óheimil áframsending (relay) 0,21% Pósthólf móttakanda lokað .. 0,04% Netfang sendanda ógilt ..... 0,02% Samtals ................... 18,40% og.. Hreinsaðar tölvuveirur .... 7,81% S.s. ! nær fimmti hver póstur er skv. þessu spam! Tæp 8% af öllum tölvupósti bera með sér tölvuveirur. Stemmir ágætlega við þessa frétt... http://news.com.com/2009-1023-864815.html?tag=st.ne.ni.gartnercomm.ni Ef menn hafa tíma til að sökkva sér í EB og spamm þá... (ég hef það ekki :) http://europa.eu.int/comm/internal_market/en/media/dataprot/index.htm og http://europa.eu.int/comm/internal_market/en/media/dataprot/studies/spam.htm (ársgamalt) kk, -B- -- = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - -Bjorn Davidsson- - Snerpa ehf. Computer & Networks services bjossi@snerpa.is - 354-520-4000 - Managata 6 - 400 Isafjordur - Iceland