Sælir, On Wed, 03 Apr 2002, Bjorn Swift wrote:
Sælir.
Ég hef verið að velta því fyrir mér hversu strangur maður á að leifa sér að vera hvað varðar móttöku tölvupósts. Ástæða þessa vangaveltna er að nýverið tók ég á það ráð að setja strangari skilyrði á póstþjóna mína til að spora við UCE pósti.
Vesenið byrjaði þegar ég hóf að stöðva póst sem kemur frá "unknown" póstþjónum (ef svo má kalla); þjónar sem hafa enga PTR færslu. Þetta hafði vægast sagt gífurleg áhrif og stöðvaði *mjög stóran* part ruslpósts sem ég fæ: Received: from apn-weh-exc-l01.SmartSource.com (unknown [64.14.63.221])
Svona var uppsetning okkar fyrir ekki svo löngu, en þegar ég var að skoða það áðan þá sýnist mér þessi lokun hafa dottið út við einhverja uppfærsluna en mjög líklega fer það inn aftur hjá okkur.
Það kom mér hinsvegar mjög á óvart að sjá hversu margir íslenskir þjónar féllu í þennan hóp. Póstur frá þeim komst því ekki í gegn, yfirmönnum mínum til ama. Í fyrstu stundaði ég að hringja í kerfisstjóra viðkomandi fyrirtækja og útskýra vandann en endaði á því að þurfa að opna fyrir þetta aftur, að beiðni yfirmanna. Þeirra rök voru góð og gild: Póstur viðskiptavina þarf að komast til skila og ekki gefst tími til að bíða eftir því að kerfisstjórar þeirra lagi kerfið að "okkar þörfum".
Nú hefði ég áhuga á því að heyra hvernig þið stóru strákarnir gerið? Eruð þið harðir á því að allt skuli vera tipp-topp áður en pósturinn fær að koma í gegn eða kjósið þið að leifa póst frá unknown host'um og styðjast heldur við svarta lista eins og relays.ordb.org, blacklist.spambag.org o.s.frv?
Við erum með áskrift að RBL+ (http://mail-abuse.org) og eins held ég utan um eigin lista þar sem ég bæti við öllum póstþjónum sem sannarlega skila til mín spami, óháð því hvort þeir séu opin relay eða ekki, erlendir þjónar fara beint á listann en íslenskir fá viðvörun áður.
Kær kveðja, Björn Swift
/Óli -- Olafur Osvaldsson Systems Administrator Internet a Islandi hf. Tel: +354 525-5291 Email: oli@isnic.is