Sælir, Mig langar til að koma með smá tillögu og endilega bætið við ef ykkur finnst eitthvað vanta. Ef einhver sendir tölvupóst á abuse póstfang þá ætlast hann í flestum tilvellum til að fá einhver viðbrögð, svo ekki sé meira en sjálfvirkt skeyti sem segir að á málinu sé tekið. Ef ekkert svar berst tekur notandinn venjulega þá ályktun að ekkert hafi verið gert...sérstaklega ef umræddar sendingar halda áfram. Það er mjög eðlilegt að notandi sendi kvartanir beint til internetþjónustu viðkomandi sendanda frekar en að senda beint á þann sem hann telur að hafi brotið á sér, enda er oftast ekkert hægt að eiga við þá aðila sem eru að senda SPAM á annað borð. Ég tel að eftirfarandi sé það allra nauðsynlegasta: 1. Vera með skilmála þar sem fram kemur hvað má og/eða hvað má ekki og refsiákvæði sem hægt er að standa við. 2. Hafa einhvern tracker svo auðvelt sé að halda utanum svörun á pósti (t.d. RT http://www.fsck.com/projects/rt/), þetta er hægt að virkja eingöngu fyrir abuse póst ef fyrirtækið vill ekki vera með svona skráningu á öðrum pósti. 3. Svara öllum pósti með allavega stöðluðu svari, t.d. sjálfvirkt sem segir að allur póstur sé lesinn en ekki endilega svarað og að haft verði samband ef frekari upplýsingar þurfi. 4. Hafa samband við viðkomandi aðila, gefa t.d. eina viðvörun og eftir það refsa viðkomandi samkvæmt refsiákvæðum skilmála fyrirtækisins. Ef þetta telst ekki vera um brot á skilmálum að þá er mjög eðlilegt að láta þann sem kvartaði vita svo hann geti þá sjálfur komið sér í samband við fyrirtækið til að leysa þann ágreining. 5. Merkja málið afgreitt og mögulega láta viðkomandi vita. Þetta er það sem ég man í bili en endilega bætið við eða gerið athugasemdir eins og við á, en vonandi hjálpar þetta einhverjum. Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is