Sælir, Þann 17. september 2003, ritaði Bjorn Davidsson eitthvað á þessa leið:
Mig langar að benda á umræður á póstlistum og Usenet um Verisign/Network Solutions. Fyrirtækið er eitt af þeim sem gætir rótarnafnaþjóna og tók upp á því á föstudaginn að "stela" öllum lénum sem hafa ekki verið skráð undir endingunum .net og .com - Þannig vísa t.d. allar vefslóðir sem slegnar eru vitlaust inn eða eru ekki til inn á vefþjón þeirra sem kallast sitefinder-idn.verisign.com - Hugmyndina eiga sjálfsagt kallar sem finnst það eitursniðugt að gera svona og geta síðan sett up leitarvél á þeirri síðu, hagnast mikið á tiltækinu o.s.frv...
Mér finnst þú ekki vera að fara með rétt mál þarna, jú Verisign rekur tvo rótarnafnaþjóna (A og J) en þetta hefur ekkert með þá að gera og eru þeir ennþá reknir samkvæmt þeim reglum sem um þá eru settar. Þeir eru aftur á móti registry fyrir .com og .net eins og ISNIC er fyrir .is og reka þeir nokkra nafnaþjóna í tengslum við það, þannig að þessu mætti líkja við að ISNIC setti *.is færslu í is-zone en þeir geta ekki á nokkurn hátt gert þetta við önnur lén en .com og .net
Gallinn er að þetta brýtur ýmsa staðla, sá augljósasti er að póstþjónar geta ekki lengur hafnað ruslpósti sem er með fölsuðum sendandanetföngum sem enda á .com eða .net þar sem DNS segir nú ávallt að lénið sé til þó það sé það ekki. Þetta eina atriði hefur valdið mikilli reiði meðal kerfisstjóra um allan heim og nú þegar hafa verið sendar kvartanir til ICANN og umræðan er áköf. Ég bendi hér á fáeinar vefslóðir um málið:
Mig þætti fróðlegt að vita hvaða staðall er í sambandi við höfnun á tölvupósti frá óskráðum lénum. En óneitanlega er þetta dónaskapur af Verisign og finnst mér þetta frekar vekja spurningar varðandi "man in the middle attack", hvað skeður ef þeir fara nú að opna port 443 á vélinni sem þessu svarar, þeir fengju fullt af secure tengingum þar sem þeir gætu svo þóst vera hver sem er enda úthluta þeir og þeirra fyrirtæki flestum SSL skírteinum í heiminum, sama gætu þeir gert við öruggar tölvupósttengingar og svo framvegis. Eins er þetta argasti dónaskapur gagnvart öðrum registrars í .com og .net þar sem þeir geta ekki sett svona inn hjá sér og því er Verisign að verða sér út um miklu betri markaðsstöðu en hinir vegna þess að þeir reka líka registryið fyrir þessi lén. Fyrir þá sem ekki vita þá er "Domain Registry" sá aðili sem sér um stjórnun léns ásamt endanlegri skráningu og úthlutun og rekur sá aðili nafnaþjóna lénsins. Registrar er svo aftur endursöluaðili sem fólk og fyrirtæki kaupir lénin sín af og er registrar með aðgang að skráningum í gagnagrunna þess sem rekur Registryið. Þegar litið er á .com og .net þá eru þeir registrars sem mega úthluta þessum lénum að greiða ICANN formúgu peninga í byrjun og svo árlega fyrir að mega úthluta lénum þarna undir og væri ég ekki allskostar sáttur ef ég væri einn af þeim núna. Ég vil að lokum benda á slóð sem var birt á NANOG: http://www.imperialviolet.org/dnsfix.html Þarna er sýndar helstu aðferðir til að losna við þessi leiðindi. Eins er búið að gefa út nýjar útgáfur af Bind (sjá http://www.isc.org/) þar sem hægt er að stilla nafnaþjónana þannig að þeir fari ekki eftir þessum wildcard skráningum. /Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is