Kristinn, þetta er mikil einföldun á aðstæðum. Vissulega er ekki mikill kostnaður sem myndast vegna þeirra sem nota internet aðganginn sinn meira en aðrir, en hann er ekki núll. Það þarf að kosta til í infrastrúktúr hjá þeim ISPa sem hefur marga notendur með mikla bandvíddarþörf, en það er nánast hverfandi miðað við bandvíddarkaup frá erlendum heildsölum. Hins vegar hefur smásalan á internetþjónustu miðast við flat rate að einhverju leyti alls staðar. Hérna heima rukka menn fyrir umframnotkun á bandvídd erlendis, erlendis setja menn cap á notkun og skrúfa niður notkun eftir það. Það getur hins vegar verið dýrara að innheimta sérstaklega fyrir innanlandsnotkun í stað þess að láta kostnað vegna infrastrúktúr dreyfast jafnt á alla. Að lokum þá getur hver þjónustuaðili fyrir sig sett sínar eigin notkunarreglur og notandinn verður að hlíta því. Yfirleitt eru þetta reglur til að koma í veg fyrir misnotkun en það er ekkert sem kemur í veg fyrir að slíkar reglur lúti að annarri notkun og kemur löregluhlutverki ekki neitt við. Ég er ekki að pitcha það að slíkar reglur eða rukkun verði tekin upp, er frekar á móti því, en það má ekki alhæfa svona um hlutina bara af því að hérna er um netið að ræða. mbk, -GSH
-----Original Message----- From: gurus-bounces@lists.isnic.is [mailto:gurus-bounces@lists.isnic.is] On Behalf Of G.A.Grjetarsson Sent: 29. september 2004 12:23 To: Kristinn Soffanias Runarsson Cc: gurus@lists.isnic.is Subject: Re: [Gurus] Rukka f. innanlands?
hvernig ætlaru að réttlæta slíka gjaldskrá fyrir notendum þegar notendur sem tengjast greiða sjálfir fyrir línur sínar og afnot af þeim?
og í ljósi þeirrar staðreyndar að þjónustuaðili sjálfur greiðir ekki fyrir innlenda traffík þar sem hún er samhýt sem allir nota eftir þörfum og kosta sameiginlega, og þannig engin sérstakur kostnaður að myndast?
netþjónustuaðilum varðar í raun ekkert hvað notendur eru að gera á línum sínum. Að hlera tengingar notenda og sundurliða hvað þeir eru að gera, heyrir undir fjarskiptalög og er þar skýrt kveðið á um varðandi hlerun símtala sem þetta er mjög náskylt. Ef notandi kýs að tengjast p2p eða reka slíkt á sinni tengingu, þá er það á hans/hennar ábyrgð ekki netþjónustunnar sem hlutverki gegnir í að einbeita sér að því að vera betri og öruggari þjónustuaðili en á ekki í neinum kringumstæðum að finna sig í lögregluhlutverkinu.
kveðja Gestur ASP
Svo RITAÐI: Kristinn Soffanias Runarsson
Væri ekki ágætt að byrja á að rukka fyrir innanlandsnotkun (eða innanlandsdownload bara). Og bandvíddin mín færi í eitthvað skemmtilegt og hollt? Þessir P2P höbbar myndu þá deyja af sjálfu sér.
kveðja, soffi soffi@tsc.is
-- Þessi póstur er... ætlaður öllum og þarfnast ekki neins spes disclaimer :)
_______________________________________________ Gurus mailing list Gurus@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/gurus
kveðja Gestur
_______________________________________________ Gurus mailing list Gurus@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/gurus