Sælir. Ég hef verið að velta því fyrir mér hversu strangur maður á að leifa sér að vera hvað varðar móttöku tölvupósts. Ástæða þessa vangaveltna er að nýverið tók ég á það ráð að setja strangari skilyrði á póstþjóna mína til að spora við UCE pósti. Vesenið byrjaði þegar ég hóf að stöðva póst sem kemur frá "unknown" póstþjónum (ef svo má kalla); þjónar sem hafa enga PTR færslu. Þetta hafði vægast sagt gífurleg áhrif og stöðvaði *mjög stóran* part ruslpósts sem ég fæ: Received: from apn-weh-exc-l01.SmartSource.com (unknown [64.14.63.221]) Það kom mér hinsvegar mjög á óvart að sjá hversu margir íslenskir þjónar féllu í þennan hóp. Póstur frá þeim komst því ekki í gegn, yfirmönnum mínum til ama. Í fyrstu stundaði ég að hringja í kerfisstjóra viðkomandi fyrirtækja og útskýra vandann en endaði á því að þurfa að opna fyrir þetta aftur, að beiðni yfirmanna. Þeirra rök voru góð og gild: Póstur viðskiptavina þarf að komast til skila og ekki gefst tími til að bíða eftir því að kerfisstjórar þeirra lagi kerfið að "okkar þörfum". Nú hefði ég áhuga á því að heyra hvernig þið stóru strákarnir gerið? Eruð þið harðir á því að allt skuli vera tipp-topp áður en pósturinn fær að koma í gegn eða kjósið þið að leifa póst frá unknown host'um og styðjast heldur við svarta lista eins og relays.ordb.org, blacklist.spambag.org o.s.frv? Kær kveðja, Björn Swift