Ég fæ t.d. reglulega 450 bounce frá einum innlendum aðila sem er reyndar ekki netveita lengur en var það. Þessi 450 villa kemur þegar ætti að koma 5xx villa. Póstur til viðkomandi frá okkur fer í biðröð með lægsta forgangi. Ég lít ekki á það sem mitt hlutverk að fræða viðkomandi um þetta en ef netveita hans tæki við skeytum sem fengju svo svona höfnun væri viðkomandi í betri málum.
Röng meðhöndlun á pósti og vitlaus svör eða hegðun sem er ekki skv. staðli og beinlínis heimskuleg er því miður orðin algeng í dag. Yfirleitt vegna þess að menn eru svo "sniðugir" eða hreinlega fanatískir. Ástandið í þessum málum er verra heldur en fyrir 2-3 árum en þá lofaði þróunin góðu.
Eru aðilar á þessum lista að filtera slík skeyti frá innlendum aðilum?
DUL-listinn dugir nokkuð bærilega enda flestar netveitur sem nýta hann, en komi DHA-árás frá innlendum aðila er sniðugast að sá sem við það verður var tilkynni það á abuse-l@lists.isnic.is þannig að aðrir geti þá varast viðkomandi. Ég held að það væru réttu viðbrögðin og það yrði þá tekið á vandamálinu við orsökina en ekki afleiðingarnar.
Já, DUL og fleiri slíkir listar eða reject/drop-before-accept hegðun er góð leið til að forðast margar DHA árásir en EKKI til að forðast mail bomburnar sem geta komið þegar joe-job er í gangi og backscatterið kemur frá t.d. stórum innlendum aðilum. Ég var að meina hvort menn væru að reyna að filtera burt mail bomburnar... mbk, -GSH