Sælir, Ég er að reka lítið pósthús (ekki mikil umferð) fyrir litlu lénin mín og verð að segja að svona hafnanir ganga ekki og getur þetta verið mjög leiðinlegt að lenda í svona, sérstaklega ef skeytin eru stór og líka ef maður hefur ekki eins stórar tengingar og stóru internetfyrirtækin. Það er samt mitt álit að vera ekki að hafna pósti send á þessi lén því að þá ertu að útiloka póst sem hefði kannski komist til skila. Aðgerðir sem hægt er að framkvæma við þessu er að lækka expire tímann á póstskeytunum svo að þau renni út fyrr, forrita póstþjóninn til að brjóta RFC og túlka þessa 400 villu sem reject eingöngu þegar li.is og binet.is póstþjónarnir gefa hana upp eða annað sambærilegt. Síðan er hægt hafa samband við rekstraraðila póstþjónsins og heimta að hann lagi þetta því að þetta er jafn mikil vandræði fyrir hann og það er fyrir þig. Með kveðju, Svavar Lúthersson (svavarl@stuff.is) On Sun, 26 Oct 2003 17:26:15 -0000 (GMT) "Björn Davíðsson" <bjossi@snerpa.is> wrote:
Sæl.
Ég er að velta fyrir mér að hafna pósti sem sendur er á lénin li.is og binet.is - Ástæðan er sú að pósthús fyrir þessi lén senda 400 error þegar þau ættu að vera að senda 500 error (t.d. við fullt pósthólf móttakanda).
Að auki senda þau villandi upplýsingar fyrir DATA fasann, þar sem segir að þau taki við 10 MB skeytum, taka síðan við DATA hlutanum og hafna (td. 3,7 kB skeyti) eftir það með 400 villu. Þetta þýðir að í hvert skipti sem er keyrt úr biðröð er sköpuð umferð (allt að 10 MB) sem síðan er hafnað EFTIR að hún hefur verið send. Svona gengur þetta dögum saman.
Eftir því sem fleiri ormar grassera, fyllast pósthólf á þessum lénum og mjög algengt er að sjá póst bíða svo dögum skiptir eftir að póstþjónum á þessum tveimur lénum þóknist að taka við honum.
Ég vildi þó áður en ég geri þetta, fá smá umræðu um málið á þessum lista.
- Hvað finnst mönnum almennt um svona aðgerðir? - Hvaða önnur úrræði eru fyrir hendi en höfnun?
Svo er hér smásýnishorn af session við li.is ...
<ei@li.is>... Connecting to postur.li.is. via esmtp... 220 freemail.li.is NTMail (v5.06.0014/NU2631.03.cf08e6ca) ready for ESMTP transfer
EHLO giga.snerpa.is 250-freemail.li.is Hello giga.snerpa.is [193.109.24.14], pleased to meet you 250-VRFY 250-SIZE 10485760 250-ENHANCEDSTATUSCODES 250-8BITMIME 250-ETRN 250-DSN 250-XRCPTLIMIT 100 250-XAUD 789269kw4213322364122906 0.9 250 HELP MAIL From:<XXXX@snerpa.is> SIZE=3672 250 2.5.0 OK. RCPT To:<XXXX@li.is> 250 2.5.0 OK. DATA 354 3.5.4 Start mail input, end with <CRLF>.<CRLF>. . 431 4.7.1 XXXX@li.is Mailbox has exceeded disk quota (99). <XXXX@li.is>... Deferred: 431 4.7.1 XXXX@li.is Mailbox has exceeded disk quota (99). Closing connection to postur.li.is. QUIT 221 2.5.0 Goodbye giga.snerpa.is -- =-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-==-=-=-=-= Snerpa ehf. - Tölvu- og netþjónusta. S: 520-4000 bjossi@snerpa.is - www.snerpa.is - GSM: 840-4008
_______________________________________________ Gurus mailing list Gurus@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/gurus