Sælir, Veigar Freyr Jökulsson, Mon, Feb 24, 2003 at 01:06:28PM -0000 :
Sælir, ég minnist þess ekki nokkurn tíman að hafa skráð mig á kassi.is, en nú var ég að fá spam frá þeim sem var eitthvað þríhyrninga-scam:
[...]
Hvernig er hægt að uppfræða þessa aðila ?, þegar ég hef fengið íslenskt spam hef ég alltaf reynt að grafa upp símanúmer og hringt í viðkomandi fyrirtæki, svörin eru alltaf á svipaðan veg, menn skilja bara hvað ég sé að birsta mig yfir þessu, og ljúga bara einhverju til að losna úr símanum...
Að mínu áliti er það augljóslega sterkur leikur að hringja í viðkomandi og skammast. Ef nógu margir gera það skilja þeir væntanlega hversu mikið "negatívt goodwill" þeir eru að skapa sér (hver man ekki eftir Halo?). Það næsta sem hægt væri að gera væri að senda kvörtun til uplinks viðkomandi, eða umsjónarmanns póstþjónsins sem var notaður við sendinguna. Svona fyrirtæki reka sjaldanast eigin póstþjóna sjálfir, heldur nota því sem næst undantekningarlaust póstþjóna innanlands Internetþjónustuaðila. Þess má geta að hver og einn einasti ISP á Íslandi (Landssíminn, Íslandssími, RHnet og Lína.Net) hefur notkunarskilmála gegn spami. Íslenski netþjónustumarkaðurinn er ekki það stór að svona mál fari ekki í einhvern farveg, sérstaklega ef "community'ið" er látið vita af framgangi málsins (t.d. með því að cc'a kvörtunarbréf á gurus listann). Þess má til samanburðar geta, að ef ISP í Bandaríkjunum vill ekki peera við annan er það vinsælt að níða hann á NANOG listanum, og yfirleitt hefur það áhrif, þó er það mun stærra umhverfi. -- Kristófer Sigurðsson Tel: +354 525 4103 Netsérfræðingur/Network specialist E-mail: ks@rhi.hi.is Reiknistofnun HÍ/University of Iceland Public PGP key: finger -l ks@herdubreid.rhi.hi.is