Út er komin útgáfa nr. 34 af DUL-listanum, sjá http://www.isp.is/efni/dul-list.phtml Ég hvet um leið þá sem enn eru ekki á listanum og selja tengingar á Internetið til að skrá í DNS sína viðskiptavini eftir því hvort þeir séu endanotendur, sjá nánar á ofangreindri vefsíðu. Ég vek um leið athygli á því að DUL-listinn er afar öflugt tól til að verjast álagi af ormum eins og Sobig.F sem dreifa sér beint frá endanotendum án þess að nota SMTP-póstmiðlara. Líka hafa verið settar í listann IP-tölur véla sem hafa ekki verið skráðar í DUL-listanum hingað til en eru greinilega endanotendur sem eru enn að senda út Sobig.F orminn. Það er ekki ólíklegt að einhverjar vélar sem ættu etv. að vera í þeim kafla vanti, en ég setti þær vélar sem mér er kunnugt um. Réttast væri að ISP-ar viðkomandi talna skráðu þær með .du. forskeytið í DNS hjá sér og þá væri læst á þær um leið hjá þeim sem nota DUL-listann. Þið ISP-ar sem kannist við að notendur ykkar gætu verið enn að senda út Sobig.F Ef þið hafið minnsta grun um að slíkt sé í gangi og _vitið_ að viðkomandi er endanotandi... splæsið þá .du. (eða .as. etc.) í PTR færslu viðkomandi og þá eru allavega þeir sem nota DUL-listann orðnir ónæmir fyrir viðkomandi. Ég vil bæta því við að ég er búinn að láta bluecom.no (217.118.32.33) vita af þeirri vél (íslenskur kúnni í Osló) og hann ætlar að láta notandann vita. Einnig hefur vélin 66.0.87.51 verið iðin við kolann en ég setti þessar tvær ekki á listann því að ég veit ekki hvort þær eru með SMTP-server hjá sér á þessarri tölu. kk, -B- -- = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = -Björn Davíðsson- - Snerpa ehf. Tölvu og netþjónusta. bjossi@snerpa.is - 520-4000 - Mánagata 6 - 400 Ísafjörður.