Nú hefði ég áhuga á því að heyra hvernig þið stóru strákarnir gerið? Eruð þið harðir á því að allt skuli vera tipp-topp áður en pósturinn fær að koma í gegn eða kjósið þið að leifa póst frá unknown host'um og styðjast heldur við svarta lista eins og relays.ordb.org, blacklist.spambag.org o.s.frv?
Ég veit að HÍ hefur til margra ára haft þá stefnu að taka ekki við pósti frá óskráðum vélum og hefur ennþá (en það er sama þar og með aðra sem nota sendmail, þetta hefur farið úrskeiðis í einhverri uppfærsluni á sendmail). HÍ notar RBL+ (http://www.mail-abuse.org) og SBL (http://www.spamhaus.org/SBL) ásamt því að krefjast DNS skráningar netfangi sendanda o.sfrv til að sía ruslpóst. Með þessu móti eru stöðvuð 2-3þús ruslpóstskeyti á sólarhring. Það er alveg sjálfsagt að bæta þessa síun með því að krefjast skráningar á póstþjónum sendenda en sennilega betra að stoppa það með 4xx (tímabundið) nema að menn treysti eigin DNS resolver uppsetningum fullkomlega. Það að sjá til þess að póstþjónar séu rétt skráðir í DNS er slíkt gundvallaratriði að töluverðar líkur eru á að þar sem þetta er í ólagi, sé einnig annað í ólagi sem eykur líkur á að ruslpóstur sé framsendur gegnum slíka þjóna. -- Marius