Guðbjörn S. Hreinsson wrote:
Thar sem eg hef nu odlast andmaelarett i thessum hopi get eg ekki stillt mig um ad senda thetta svar a postlistann - i godu.
Ég held að menn ávinni sér ekki þáttöku- né mótmælarétt - þetta er opinn umræðulisti.
Ég ætla að byrja hér að nefna að svar mitt fór út á listann fyrir mjög svo asnaleg mistök sem ég gerði og er í raun ófyrirgefanlegt brot á "netiquette". Þetta tiltekna tilfelli er ef til vill ekki alvarlegt, en aðalatriðið er auðvitað prinsíppið.
Mer finnst thetta hins vegar endurspegla urelt vidhorf flestra ISP
thjonustuadila
(Unix vs Microsoft?!) - Elias er langt i fra sa eini med thetta vidhorf.
VKS er
med rekstrarthjonustu fyrir marga adila a hofudborgarsvaedinu og vid sjaum ad oft lenda menn i vandraedum med islenskuna - thad skiptir litlu mali
hvada
forrit er notad - eda hvernig thad er stillt.
Hvaða vandamál eru það? Ég held að þessi frontur sé búinn að vera rólegur seinustu árin án stórvægilegra vandamála, helsti vandinn hefur mér fundist vera stífni við að innleiða/sættast við MIME og einnig að mikið af forritum sem senda frá sér póst gera það oft rangt.
NB þá sendir þú póstinn frá þér á MIME sniði með stafasettið Windows-1252 sem er allt í lagi en það eru samt ekki allir sem geta meðtekið slíkan póst. Af hverju þú getur ekki lesið póstinn frá listanum skil ég ekki.
Ég hef verið að reyna að komast að því líka. Of mörg póstforrit í dag neita að sýna 8-bita iso-8859-1 öðruvísi en 7-bita ASCII ef MIME headera vantar. Það er hins vegar ekki þessu tilfelli, það hafði alla MIME headera. Hins vegar gæti verið tvennt sem kom til, annað er að stafasettið var kallað ISO-8859-1 en ekki iso-8859-1 (ég er núna búinn að breyta því í mínu forriti), hitt er að það komu nokkrar línur inn á milli MIME-headera. Hvorugt ÆTTI að skipta máli, en má vera að póstforrit viðtakanda geri greinarmun. Einnig er mögulegt að það hafi einhvern veginn misst hæfileikann til að skilja iso-8859-1. Hvað varðar Windows-1252 þá er það líka skráð og þekkt stafasett, og ætti af sömu sökum ekki að vera neitt vandamál. Það er bara ekki eins nýr hluti af staðlinum og ISO (og því meiri líkur til að til séu forrit sem ekki skilji það). [KLIPP]
Seinustu árin hef ég almennt ekki séð mikið af vandamálum með íslenskuna í pósti, hins vegar mun innleiðing UTF8 valda einhverjum óskunda í einhvern tíma. Kannski það sé að baga þig?
Það ætti heldur ekki að hafa áhrif; ég a.m.k. vona að UTF-8 væðingin þýði ekki að önnur stafasett verði dæmd ógild. :>