Nokkuð goðir punktar, serstaklega þessi með "svarta listan". Þetta er hlutur sem t.d. myndabandaleigur hafa stundað (og eg lent i stöku sinnum ;), að ef einhver aðilli skuldar einhverri myndbandaleigunni, það er lokað fyrir viðskipti hans hja örðum þar til skuldin hefur verið greidd.
Svona svartur listi þyrfti að öllum líkindum að fá já frá Persónuvernd.
En ef slikt ætti að takast, þa þarf samstarf allra aðilla a markaðinum. Sliku mætti na fram m.a. ef heildsalarnir settu þessa kvöð i notkunarskilmala sina. Einnig er spurning hvort þetta "rað" gæti ekki einnig sinnt einhverskonar raðgjafarhlutverki fyrir netþjonustuaðila, um hvernig bregðast skuli við svona arasum/misnotkun?
Svo er annað... ég væri til í að skipta við ISP-a sem væri með harðar notkunarreglur, og þyrfti undirskrift, og slíkt með nokkrum punktum: - Acceptable Use Policy, þar sem beinlínis er *bannað* að fikta (of mikið) - Viðurlög við brotum á AUP, og brugðist við. (Helst þyrfti sá sem hefði fengið lokað á sig, að þurfa að mæta á staðinn og gera grein fyrir sínu máli.) (Galli við þetta er sá að notendur munu sennilega hrópa og kvarta undan "einræðisvaldi". Fínt. Þá fara þeir eitthvert annað.) - ISP-inn bregðist við meldingum um abuse, spam, portscan, DDOS, og öðru rugli. (Lesi póst á postmaster@ og abuse@ og bregðist við.) - Þó þetta væri aðeins fámennari ISP-i og aðeins dýrari heldur en aðrir, þá myndi ég taka það með í reikninginn. Já, helst myndi ég vilja sjá svona "svartan lista" milli ISP-a, þannig að ab-user frá einum aðila geti ekki gengið beint inn og fengið nýtt netfang hjá öðrum. Það þarf líka fræðslu á þessu sviði. Eitthvað sem notendur *verða* að skrifa undir, til að fá netfang. Fólk *verður* að átta sig á því að þeir sem eru að rugla svona á netunum, geta orðið þess valdandi að *allt* netið þeirra verði bannað. Jafnvel landið allt. (Dæmi: tölvupóstur. Hvað eru margir búnir að banna *.cn, *.tw og *.kr globally vegna ruslpósts?) -- einari@complex.is