Sæll Andri, Ég nota slatta af blacklists og fæ því sjaldnar spampóst með þeim en ég fæ af accountunum mínum hjá Og Vodafone(er bara með e-mail). Það væri ótrúlegt ef ég fengi meira en einn ruslpóst á viku. Blacklistarnir sem ég nota eru(eftir röð): relays.ordb.org sbl.spamhaus.org list.dsbl.org dnsbl.njabl.org china.blackholes.us korea.blackholes.us brazil.blackholes.us nigeria.blackholes.us bl.spamcop.net verio.blackholes.us level3.blackholes.us proxies.relays.monkeys.com bl.bonivet.net russia.blackholes.us Síðan rek ég póstþjónustu fyrir félaga mína og hef kvatt þá til að senda mér headera af spampósti sem hefur sloppið í gegn en aðeins einu sinni hef ég fengið header. Hvort það er vegna leti þeirra eða árangri blacklistanna get ég ekki svarað. Ef þið hafið athugasemdir varðandi blacklistana sem ég nota eða röðina, endilega commentið. Með kveðju, Svavar Lúthersson (svavarl@stuff.is On Tue, 9 Dec 2003 22:42:26 -0000 Andri Óskarsson <andri@scrolls.org> wrote:
Sælir
Ég sem og aðrir eiga í vandræðum með þennan óhemjufjölda af ruslpósti sem kemur inn. Auðvitað hefði ég getað verið sniðugur og aldrei sett emailið mitt á síðu eða skrifað í gestabók o.s.frv. en skaðinn er skeður. Nú vill ég geta filterað þetta.
Eru einhverjir "ruslakallar" hérna sem eru tilbúnir til að deila með okkur hinum einhverjum árangursríkum lausnum á þessu sviði.
Ég hef prufað nokkrar lausnir
- Spamprobe Keyrt af procmail og notar svona bay reglur einhverjar til að læra af bréfunum, þjálfa hann svo reglulega úr imap hólfinu mínu, virkar ágætlega en tekur ekki nema svona 70% af ruslinu sem ég fæ.
- Spamassassin Ágætis tól en vesen að fá hann til að virka eftir mínu höfði, vantar svona safn af reglum fyrir hann.
Svo hefur maður auðvitað notað hina og þessa dns blacklista.
Eitthvað fleira sem fólk hefur prufað?
Kveðja, Andri Óskarsson
_______________________________________________ Gurus mailing list Gurus@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/gurus