Lokað globalt á innkomandi fyrirspurnir á port 25 og síðan stungin göt á fyrir póstservera sem eru uppsettir og prófaðir.
... Svo lengi sem notendur eru fyllilega upplýstir um þessa og aðra líka filtera
Ef einhver vill setja upp póstserver sem hægt á að vera að senda inn á er gert gat *eftir* að búið er að prófa hvort viðkomandi "Exchange" er rétt uppsett. Yep.
Önnur aðferð er að setja tvær MX færslur og sú lægri er blokkeruð frá Interneti en hærri talan hjá ISP sem tekur þá við skeytinu og áframsendir.
Nei! ... þetta er argasti dónaskapur gagnvart sendendum. Sjá ágætis umfjöllun um þetta í draft-BCP: <http://www.ietf.org/internet-drafts/draft-ietf-dnsop-dontpublish-unreachable-01.txt>
Íslenskir "hakkerar" og/eða script kiddies eru orðnir mjög uppivöðslusamir og nauðsynlegt að taka á því en líklega vill enginn vera vondi kallinn og brjóta ísinn, menn geta átt von á slæmu orðspori, samúðarárásum o.s.frv.
Ég er sammála þessu og í raun löngu kominn tími á að bregðast við. Varðandi persónuvernd held ég sé ekki fyrirstaða ef að notendum er fyrirfram gerð grein fyrir tilveru slíks lista og að misnotkun kunni að varða skráningu á hann.
Ekki má gleyma í þessari umfjöllun hvað íslenskar netþjónustur gera til að koma í vegir fyrir að *þeirra* notendur stundi ýmsa slíka vafasama iðju. -- Eru allir með örugga "egress filtera" (svo var ekki til skams tíma), eru menn með IDS (svo sem 'snort' eða eitthvað þvíumlíkt) sem fylgist ekki bara með því sem kemur inn, heldur líka því sem fer út. Skrá menn upphringi-netblokkir á MAPS DUL listann, gera menn greinarmun á fyrirtækja ADSL og heimilis ADSL o.s.frv. -- Marius