-*- Kristófer Sigurðsson <ks@hi.is> [ 2002-01-18 15:31 ]: Sælir..
Sælir,
Við hjá Inter erum að plana að setja upp sérstakan tilkynningapóstlista sem heitir bilanir@isp.is - Hann er hugsaður fyrir tæknilega tengiliði í Internetveitum á Íslandi en ekki fyrir almenning. Á þennan lista væri hægt að pósta tilkynningar um bæði fyrirhugaðar og óvæntar rekstrartruflanir og yrði listinn ætlaður öllum netum, þ.e. ISnet, Simnet og LinaNet óháð því hvar menn eru tengdir.
Mér sýnist þú vera að gleyma einu - non-commercial netinu okkar. ;-)
Þar er annars vegar HInet, sem er eitt stærsta netkerfi landsins (4. stærsta, samkv. talningu RIPE, minnir mig), og svo náttúrulega okkar uplink, RHnet.
Listinn myndi bæta upplýsingaflæði en einnig lögð áhersla á að hann væri ekki fyrir almenning eða fjölmiðla þannig að aðilar eru skráðir "handvirkt" og þurfa að vera tæknilegir tengiliðir hjá heildsölum eða endursöluaðilum. Þannig yrði líka betur tryggt að
Þetta sýnist mér vera mjög góð pólisía. Helst að láta meðlimi skilja, að það sem fer á listann er ekki endilega neitt opinbert, eða neitt til að gaspra mikið með.
Upplýsingaflæði hefur verið mjög lélegt upp á síðkastið, sérstaklega með innkomu ónefnds, stórs símafélags inn á markaðinn.
Persónulega, finnst mér það að gefa upp upplýsingar um bilanir ekki vera "optional", heldur ætti það að vera skylda. Annaðhvort með reglugerð eða lögum, er það kannski þannig nú þegar? En ef þessi listi yrði til - hvað mælti á móti að þeir sem hafi áhuga á þessum hlutum (eins ég t.d. ég), en vinna hvorki við þetta né eiga nokkurn hlut að þessu megi verða áskrifendur? Þeir þyrftu ekki einu sinni að vera með aðgang til að senda á listann, bara fylgjast með. Og það að blaðamenn hafi ekki aðgang að svona lista finnst mér í góðu lagi. (Þeir túlka hvort eð er allt vitlaust.) -G. P.S.: Ef þið fáið þetta tvisvar, fyrirgefið, smá vesen - ætti ekki að koma fyrir aftur :) -- =================================================================================== | Guðmundur D. Haraldsson | When you have eliminated the impossible,| | gdh@binhex.EU.org | what ever remains, however improbable, | | http://www.binhex.EU.org/ | must be the truth. | | | - Sherlock Holmes, "The sign of four" | |---------------------------------------------------------------------------------| | GPG key: lynx -dump http://vlug.eyjar.is/gdh/gpgkey.asc | gpg --import | | Key fingerprint = DE6D A875 EA92 0699 9B49 8C49 2DBB 76BF ADD4 C933 | =================================================================================== // Spammers will be affixiated in paté!