Sælir, Þann 18. January 2002, ritaði Kristófer Sigurðsson eitthvað á þessa leið:
Málið er það, að menn vilja ekki auglýsa eigin mistök, til að samkeppnisaðilar geti ekki nýtt sér þau. Það hefur oft reynst þrautalendingin að þetta sé "örugglega einhverjum öðrum að kenna". Við þessu held ég að helsta ráðið sé að auglýsa þetta lítið, og hafa þetta bara óformleg samskipti tæknimanna, sem koma ekki að markaðssetningu...
Ég veit ekki betur en að ISnet hafi alla tíð fram að kaupum Títan á netinu sett alla atburði á vefinn hjá sér án þess að samkeppnisaðilar hafi getað nýtt sér það, þvert á móti held ég að viðskiptavinir hafi verið ánægðir með að fá þessar upplýsingar, og merkilegt nokk þá leituðu margir viðskiptavina Landssímanns á þessa síðu okkar til að fá upplýsingar um það hvort eitthvað amaði að Cantat-3 þegar útlandatenging Landssímanns fór niður, enda var aldrei neinar tilkynningar að hafa úr þeirri átt á þessum tíma. Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is