Hvernig verður svo hægt að útfæra fyrir þá sem reka þráðlaus net að þeir fylgist sjálfkrafa með listanum. Ég rek ekki svona sjálfur en þetta vekur engu að síður áhuga minn. Er hægt að gera sjálfvirkar fyrirspurnir og þá tilkynna viðeigandi fólki um ef stolnar vélar berast á netin þeirra. kv, Andri Óskarsson ----- Original Message ----- From: "Bjorn Davidsson" <bjossi@snerpa.is> To: "Kristofer Sigurdsson" <ks@rhi.hi.is> Cc: "Bjorn Davidsson" <bjossi@snerpa.is>; <gurus@lists.isnic.is> Sent: Wednesday, April 30, 2003 4:23 PM Subject: Re:[Gurus] Stolnar fartölvur / þráðlaus netkort
Ég legg til að við búum okkur til svona sameiginlegan lista. Við getum geymt hann á www.isp.is ef ekki annars staðar.
Hvernig líst ykkur á þessa útfærslu?
Listinn er ekki birtur í heild, en hver skrásetjari getur 'editerað' sínar færslur og skoðað þær í heild. Einungis sá sem skráir færslu getur hent henni. Ef kontaktnetfang skrásetjara verður óvirkt, þá falla allar færslur viðkomandi niður ef ekki tekst að koma á sambandi við hann. Gleymt lykilorð skrásetjara er hægt að fá sent á kontakt netfang.
Hægt að gera fyrirspurn eftir MAC-addressu eða raðnúmeri á vef-formi (hver sem er)
Hægt er að gera fyrirspurn úr skriftu með t.d. wget á tiltekið http- (eða xml) skjal og kemur þá staðlað svar til baka, t.d.: (ekki á skrá) = not_registered (fannst á skrá) = 00:01:00:02:00:03,registered,01-01-2003,lattumigvita@domain.com,tilvisunar-n r
Í töflu yfir stolna muni er: MAC-addressa (00:01:00:02:00:03) Raðnúmer (#2342352312) Tegund/gerð búnaðar (texti með 8-bit chars) tilvísunarnúmer skrásetjara (tilvisunar-nr) - þetta númer vísar í skrá sem skrásetjari varðveitir og geymir nánari upplýsingar, t.d. um eiganda, hvort var kært etc.. dags./tími skráningar (01-01-2003) skráning gildir til (01-01-2005) nr. skrásetjara (hægt erða skrá annaðhvort MAC-addr. eða raðnúmer eða bæði) (Ef raðnúmer er útfyllt þarf að fylgja með tegund/gerð) Gildir til reiturinn
Í töflu yfir skrásetjara er: nr. skrasetjara Nafn skrásetjara login-nafn aðgangsorð netfang sem á að láta vita ef þessi skráning sést. (lattumigvita@domain.com) dags síðustu skráningar. dags síðasta login IP-tala síðasta login.
-- = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = -Björn Davíðsson- - Snerpa ehf. Tölvu og netþjónusta. bjossi@snerpa.is - 520-4000 - Mánagata 6 - 400 Ísafjörður.
_______________________________________________ Gurus mailing list Gurus@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/gurus