Einmitt ekki mín reynsla að email henti vel til stuttra skoðannaskipta. Fyrir stutt og einföld samskipti vill ég nýta mér instant messaging en lengri umræður email. Svo að sjálfsögðu er mjög gott að eiga samskipti í email vegna þess að maður getur alltaf flett þessu upp seinna ef maður leggur á sig örlitla vinnu við að skipuleggja pósthólfið sitt. Ef það ætti að banna eitthvað, þá ætti að banna forstjórum stórra fjarskiptafyrirtækja að tjá sig um mál sem þeir augljóslega hafa ekkert vit á. Svona mínir 5 aurar... kv, Andri Óskarsson ----- Original Message ----- From: "Kristofer Sigurdsson" <ks@rhi.hi.is> To: <gurus@lists.isnic.is> Cc: <rhi@hi.is> Sent: Friday, October 03, 2003 5:39 PM Subject: [Gurus] Ofnotkun tölvupósts?
Sælir,
Mig langaði til að benda á grein sem birist í Morgunblaðinu, en í henni viðrar forstjóri Og þá skoðun sína, að stemma verði stigu við ofnotkun tölvupósts, þar sem samskiptamátinn henti "ákaflega illa til langra skoðanaskipta" og ali á misskilningi.
Taka ber fram að hér er ekki um skeytasendingar með afþreyingarefni eða öðru slíku, heldur gengur maðurinn svo langt að hann vill banna notkun tölvupósts í vinnutengd málefni.
Þetta er forstjóri eins stærsta fjarskiptafyrirtækis landsins.
Frétt á mogga: http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1052004
-- Kristófer Sigurðsson Tel: +354 525 4103 Netsérfræðingur/Network specialist E-mail: ks@rhi.hi.is Reiknistofnun HÍ/University of Iceland Public PGP key: finger -l ks@herdubreid.rhi.hi.is
_______________________________________________ Gurus mailing list Gurus@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/gurus