4 Jan
2002
4 Jan
'02
2:48 p.m.
Mér leiðist að finna upp hjólið í annað sinn svo ég spyr, hvað hafa menn gert til að hreinsa attachment úr mótteknum tölvupósti áður en notandinn fær hann í hendurnar.
HÍ notar sendmail 8.12.1 og milter með 'noattatch' til að neita viðtöku á pósti með viðhengjum sem eru hættuleg Microsoft umhverfinu. Elias setti þetta upp upphaflega og Tosi sér um þetta núna.
Mér er skapi næst að hafna öllum pósti sem ekki er merktur Content-Type: text/plain Hvernig myndi fólk bregðast við villuboðum sem gæfu það í skyn að ekkert nema tölvupóstur á text/plain væri móttekinn?
Er það ekki svolítil uppgjöf .. það eru ekki viðhengin sem slík sem eru vandamálið heldur að ákveðnir hugbúnaðarframleiðendur kunna ekki til verka. :-) -- Marius