Sælir,
Við hjá Inter erum að plana að setja upp sérstakan tilkynningapóstlista sem heitir bilanir@isp.is - Hann er hugsaður fyrir tæknilega tengiliði í Internetveitum á Íslandi en ekki fyrir almenning. Á þennan lista væri hægt að pósta tilkynningar um bæði fyrirhugaðar og óvæntar rekstrartruflanir og yrði listinn ætlaður öllum netum, þ.e. ISnet, Simnet og LinaNet óháð því hvar menn eru tengdir.
Mér sýnist þú vera að gleyma einu - non-commercial netinu okkar. ;-) Þar er annars vegar HInet, sem er eitt stærsta netkerfi landsins (4. stærsta, samkv. talningu RIPE, minnir mig), og svo náttúrulega okkar uplink, RHnet.
Listinn myndi bæta upplýsingaflæði en einnig lögð áhersla á að hann væri ekki fyrir almenning eða fjölmiðla þannig að aðilar eru skráðir "handvirkt" og þurfa að vera tæknilegir tengiliðir hjá heildsölum eða endursöluaðilum. Þannig yrði líka betur tryggt að
Þetta sýnist mér vera mjög góð pólisía. Helst að láta meðlimi skilja, að það sem fer á listann er ekki endilega neitt opinbert, eða neitt til að gaspra mikið með. Upplýsingaflæði hefur verið mjög lélegt upp á síðkastið, sérstaklega með innkomu ónefnds, stórs símafélags inn á markaðinn.
þeir sem málið varðar yrðu ófeimnari að pósta á hann t.d. upplýsingar um DoS-árásir, aðvaranir um t.d. tilvik á borð við Code Red orminn og fyrirspurnir um óeðlilega umferð.
Ýmsir virðast mjög feimnir við að gefa upplýsingar um nákvæmlega þetta, kannski þessi listi muni hjálpa þeim að opna sig aðeins.
Á þennan lista (sem er rétt ófæddur) væri hægt að pósta t.d. spurninguna sem þú sendir.
Þeir sem hafa áhuga á að vera á slíkum lista eru beðnir að hafa samband við mig beint og ég skrái þá á hann þegar/ef hann verður settur upp. Þeir sem vilja ræða málið frekar áður en farið er í
Ég er til í að vera á slíkum lista. Það væri mjög hjálplegt í mínu starfi að vita hvað er að gerast hjá öðrum - HInet er alls engin eyja í hafinu, okkar kerfi verður náttúrulega að einhverju leyti varir við ýmis áhrif frá öðrum netum.
stofnun slíks lista eru beðnir að beina umræðunni á gurus@lists.isnic.is Sjá http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/gurus
-- Kristófer Sigurðsson Tel: +354 525 4103 Netsérfræðingur/Network specialist E-mail: ks@hi.is Reiknistofnun HÍ/University of Iceland NIC handles: KS11-IS - KS4969-RIPE Public PGP key: finger -l ks@katla.rhi.hi.is -----BEGIN GEEK CODE BLOCK----- VERSION: 3.12 GCM/MU d-@ s: a--- C+++@ UL++ P+++ L++@ E--- W+@ N+ o! K w-- O M+@ V- PS+++ PE++ Y+ PGP+ t+ 5 X+ R- tv-- b+++ DI+++ D+@ G e h r- y+ -----END GEEK CODE BLOCK-----