Sælir, Þann 18. January 2002, ritaði Bjorn Davidsson eitthvað á þessa leið:
Mér datt strax í hug að fá leyfi hjá Óla sem er umsjónarmaður gurus-listans til að gurus verði exploder þannig að þeir sem eru þegar áskrifendur að gurus fái tilkynningar af bilanir líka en þá væri bilanir-listinn s.s. ekkert lokaður lengur.
Ég veit nú ekki alveg hvað þú átt við með "exploder" en mér finnst sjálfsagt að menn tilkynni bilanir sem hafa áhrif á netsamfélagið okkar í heild sinni á gurus@lists.isnic.is t.d. ef RIX eða Útlandatengin fer niður en mér finnst það varla við hæfi að sá listi sé notaður fyrir tilkynningar t.d. ef það bilar innanhústæki sem hefur bara áhrif einstaka viðskiptavini þjónustunnar. Einnig er þessi listi þannig að hver sem er getur gerst áskrifandi að honum en ekki er víst að allir vilji að bilanatilkynningar sínar komist í blöðin, þó mér sjálfum finnist að það eigi ekki að vera leyndarmál í þessum bransa...allavega ekki varðandi sambandsleysi við umheiminn.
Kostirnir við að hafa hann lokaðan, þ.e. þrengri hóp sem markaðist af ISP'um og útlandagáttum væru að menn væru ófeimnari við að tilkynna atvik sem eru í gangi en ekki fullgreind, en það hefur viljað brenna við að menn vilja ekki melda truflanir fyrr en þeir vita allt um þær - þ.e. hafa þær fullgreindar, sem gengur nátturulega ekki upp.
Sem dæmi var ein þjónustan hér á landi sambandslaus næstum heila kvöldstund í vikunni og minn upplinkur (Íslandssími) varð fyrir einhverjum truflunum líka, ég hef ekki orðið var við fréttir frá þessum aðilum hvað gerðist en þykist svosum vita hvað þetta var. Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is