Heyrði í dag af fyrsta innlenda aðilanum sem blockar port 25 outbound. Einhverjir aðrir sem eru farnir að gera þetta? Hvað með inbound?
Við höfum blokkað frá upphafi bæði inbound og outbound port 25 nema á okkar póstservera. Okkar notendur nota svo okkar servera sem smarthost þegar þeir senda út og við relayum á þá með mailertable innkomandi pósti. Þetta þýðir að við og okkar notendur höfum aldrei lent í vandamálum vegna þjófnaðar á porti 25 - eins og er því miður svo algengt nú til dags.
Ég skil að fyrirtæki og skólar geri þetta en það er spurning með ISPa og stór spurning með NSP.
Þetta er einfaldlega spurning um netöryggi, sér í lagi þegar notendur eru magnmældir, og að lágmarka vandamál vegna rangra uppsetninga.
Hvernig leyfið þið þá notendum að tengjast ykkar þjóni? Kannski bara SSL og submission port með SMTP AUTH?
Humm.. á venjulegan hátt.. Ef þú átt við roaming notendur þá bendum við þeim á að nota vefpóst til að senda póst og það hefur líkað fínt. kk, -B- -- =-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-==-=-=-=-= Snerpa ehf. - Tölvu- og netþjónusta. S: 520-4000 bjossi@snerpa.is - www.snerpa.is - GSM: 840-4008