Sælir, Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað skal gera varðandi þennan kjána sem sendir stanslaust SPAM og annan óþarfa í nafni Friðar 2000. Nú er svo komið að þetta er næstum undantekningalaust sent frá IP tölum sem tilheyra Íslandssíma og þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir er ekkert aðhafst á þeim bænum, hefur einhverjum tekist að komast hjá móttöku pósts frá Ástþóri og félögum? Ég er búinn að setja inn block á peace.is og er sterklega að skoða skrif á nýjum sendmail milter (í anda noattach) sem skannar allan póst eftir ákveðnum strengjum og hafna öllum pósti sem inniheldur t.d. eftirfarandi strengi: peace.is peace2000 Peace 2000 Friður 2000 Thor Magnusson Ástþór Magnússon 557 1000 552 2000 /Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is