Guðbjörn Hreinsson skrifaði þann 02. Febrúar 2002 eitthvað á þessa leið:
Sælir gúrúar, nú veit ég ekki með ykkur en hérna á Gagnaneti Símans eru mál svo komin að abuse kvartanir eru farnar að taka 50% af starfi heils starfskrafts. Þá er ég að tala um bara kvartanir um hegðun okkar viðskiptavina.
Reynslan er sú að mikið af pósti til "abuse" er vegna opinna póstrelay-a á baknetum. Það er raunar umræða um þetta á SPAM-L listanum nýlega og kemur í ljós að það eru fleiri sem hafa gert eins og ég, sem er mjög árangursrík vörn. Lokað globalt á innkomandi fyrirspurnir á port 25 og síðan stungin göt á fyrir póstservera sem eru uppsettir og prófaðir. Ef einhver vill setja upp póstserver sem hægt á að vera að senda inn á er gert gat *eftir* að búið er að prófa hvort viðkomandi "Exchange" er rétt uppsett. Önnur aðferð er að setja tvær MX færslur og sú lægri er blokkeruð frá Interneti en hærri talan hjá ISP sem tekur þá við skeytinu og áframsendir. Sama gildir um port 80 - Að blokkera það á border router og stinga holur fyrir þá sem biðja um það eftir að hafa gert þeim grein fyrir "Code Red" o.þ.h. meinsemdum kom t.d. í veg fyrir svona uppákomu. <a href="http://bd.it.is/misc/images/code-red-day.png"> http://bd.it.is/misc/images/code-red-day.png</a> sem kom upp hjá t.d. netþjónustu sem auglýsir sig sérstaklega sem aðili sem sér um ,,traust samskipti á Internetinu" ...
Íslenskir "hakkerar" og/eða script kiddies eru orðnir mjög uppivöðslusamir og nauðsynlegt að taka á því en líklega vill enginn vera vondi kallinn og brjóta ísinn, menn geta átt von á slæmu orðspori, samúðarárásum o.s.frv.
Ég er sammála þessu og í raun löngu kominn tími á að bregðast við. Varðandi persónuvernd held ég sé ekki fyrirstaða ef að notendum er fyrirfram gerð grein fyrir tilveru slíks lista og að misnotkun kunni að varða skráningu á hann. kk, -B- -- = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = -Björn Davíðsson- - Snerpa ehf. Tölvu og netþjónusta. bjossi@snerpa.is - 520-4000 - Mánagata 6 - 400 Ísafjörður.