Hæ, Olafur Osvaldsson, Mon, Dec 02, 2002 at 03:28:15PM +0000 :
Sælir, Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað skal gera varðandi þennan kjána sem sendir stanslaust SPAM og annan óþarfa í nafni Friðar 2000.
Nú er svo komið að þetta er næstum undantekningalaust sent frá IP tölum sem tilheyra Íslandssíma og þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir er ekkert aðhafst á þeim bænum, hefur einhverjum tekist að komast hjá móttöku pósts frá Ástþóri og félögum?
Minn gamli góði block á peace.is hefur hingað til virkað mjög vel.
Ég er búinn að setja inn block á peace.is og er sterklega að skoða skrif á nýjum sendmail milter (í anda noattach) sem skannar allan póst eftir ákveðnum strengjum og hafna öllum pósti sem inniheldur t.d. eftirfarandi strengi:
Mér líst vel á hugmyndina, eins langt og hún nær, en á skal að ósi stemma. Ef maður vill stoppa Sogið gerir maður það ekki niðri við Selfoss, heldur uppi við Þingvallavatn. Sumsé, stöðvum manninn í því að spamma. Íslandssímamenn, hver er ykkar "standard operating procedure" með svona dót? Annars hélt ég nú að fangelsisdvölin hérna um daginn hefði kannski náð að sljákka eitthvað í honum? Loka hann bara aftur inni, og lengur í þetta skiptið, ef hann heldur þessu áfram. -- Kristófer Sigurðsson Tel: +354 525 4103 Netsérfræðingur/Network specialist E-mail: ks@rhi.hi.is Reiknistofnun HÍ/University of Iceland Public PGP key: finger -l ks@herdubreid.rhi.hi.is