On Fri, Aug 29, 2003 at 08:41:23PM -0000, Ingvar Bjarnason wrote:
Sæll Einar og aðrir listamenn.
Sæll vertu.
Þar sem ég starfa nú hjá Símanum er erfitt að láta þessu ósvarað. Frá því Sobig.F fór fyrst af stað erum við búnir að gera fjölda viðskiptavina viðvart um að þeir séu smitaðir og höfum bent þeim á leiðir til að losa sig við óværuna. Í sumum tilvikum höfum við jafnframt þurft að grípa til þess að loka tengingum viðkomandi þó það sé ekki fyrsta úrræði sem gripið er til. Við lokuðum ennfremur á öll samskipti frá okkar netum til hinna 20 svokallaðra "uppfærsluþjóna" vírussins. Það svíður því óneitanlega undan þeirri athugasemd þinni að hér á bæ hafi ekkert verið gert og finnst mörgum ómaklega að okkur vegið.
Með bestu kveðju,
Rétt er málið. Hafi ég stuðað fólk, með þessu skeyti, þá langar mig að biðjast forláts á því. (Kannski þyrfti ég að fá mér einhvern filter á svona skeyti...) Þetta skeyti er meira svona upplifun notenda hér innandyra, sem ég áframsendi á gurus-listann. En, það er engu að síður gott að vita að viðbrögð eru í gangi gagnvart þessari pest, og það er gott mál. Með bestu kveðju, og vinsemd -- Einar Indriðason einari@f-prot.com