Það er samt áhugavert að það eru engar staðlaðar leiðir fyrir ISPa eða aðra tengda internetinu til að hafa samskipti um svona mál eða senda ábendingar.
Reyndar eru um þetta mjög sterkar hefðir. Þegar um mistnotkun er að ræða frá ákveðinni IP tölu er eiganda netsins flett upp í RIPE (eða ARIN/APNIC ..) og kvörtun sent til tech-c og/eða admin-c. Það getur verið á reiki hvaða aðrar addressur ætti að nota, en ISPar bera ábyrgð á að halda við skráningum neta sinna (skilyrði IP úthlutunar).
Þyrfti líklega að vera sér field í RIPE fyrir abuse tengiliða og samskiptainfo?
Reyndar eru menn að koma upp slíku, en tech-c og admin-c hafa dugað hingað til (allavega fyrir ISPa sem halda þessu vel við -- hinir munu hvort sem er ekki lesa abuse/postmaster/hostmaster eða hvað annað sem mönnum dettur í hug að senda á) Ath að mikilvægt er að þetta sé staðlað þar sem stundum þarf að fletta þessu upp í sjálvirkum búnaði. -- Marius