Sælir/Sælar, Ég fékk um daginn smá forrit sem stofnun hér í bæ hafði verið að nota í einhvern tíma (skrifað af Al Smith einhverjum) og var þetta sendmail milter sem átti að neita móttöku skeyta sem innihéldu viðhengi með ákveðnum endingum. Þetta crashaði aftur á móti ítrekað hjá mér svo ég fór að skoða þetta forrit og fann ýmsa hönnunargalla. Eftir þetta tók ég milter dæmi úr Sendmail og vann út frá því nýtt forrit sem ég leyfi mér að kalla líka noattach en hefur nokkra kosti umfram það fyrra. Ef einhver er tilbúin(n) til að hjálpa mér að prófa þetta þar sem við erum ekki með það mikla umferð af viðhengjum inn til okkar þá væri það vel þegið. Forritið finnst á ftp://ftp.rhnet.is/pub/noattach og ef einhverju er ábótavant þá má það sendast á mig beint. Þetta er ennþá í beta útgáfu þannig og því fylgir auðvitað áhætta að keyra það umfram endanlega útgáfu, en ég keyri þetta hjá mér og hef ekki lent í vandræðum ennþá. Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is