Marius Olafsson wrote:
Ath að mikilvægt er að þetta sé staðlað þar sem stundum þarf að fletta þessu upp í sjálvirkum búnaði.
Ég ætla hér að stinga upp á nýju extension-field skv. rfc2822 4.1 sem einkennir alla sjálfvirka pósta sem slíka og gefur til kynna tegund pósts. T.d. Auto-Submitted: og gildið gæti verið eitthvað þessara: DSN-to-sender DSN-to-postmaster Virus-notice-to-sender Virus-notice-to-postmaster vacation acknowledgement complaint Þar sem tegundum póstkerfa á netinu hefur fjölgað gífurlega á síðustu árum og alls kyns kerfi sem senda sjálfvirkan póst hafa sprottið upp eins og gorkúlur út um allt (og engin tvö eru eins!) þá er það farið að verða æ erfiðara að flokka slíkan póst. Þetta extension-field gæti hjálpað til að minnka þennan vanda. --