Ég held að skv. öllum notendaskilmálum sem eru í gangi hérna heima þá verði að taka á öllu spammi sem er sent í gegnum netkerfi þjónustuaðila, hvort sem notaðir eru póst- eða aðrir eiginlegar þjónar í eigu þjónustu- aðila. Ef einhver notandi isl.is eða simnet.is notar sinn aðgang til að spamma í gegnum erlenda þjóna, eða ráðast á erlenda þjóna þá er það klár misnotkun og brot á notendaskilmálum. Fyrst þarf náttúrulega að koma til kvörtun og útdráttur úr loggum og fara eftir formlegum ferlum, hvort sem um Frið2000 er að ræða eða Forseta Íslands. Allir jafnir á netinu ekki satt? mbk, -GSH
Sem önnur pæling...nú eru allar líkur á því að Friður 2000 noti net Íslandssíma til að koma þessum skilaboðum áleiðis (hann hefur sannanlega gert það a.m.k. einu sinni), er einhver stefna hjá ykkur varðandi slík mál, þ.e.a.s. hvernig þið takið á slíkum málum? Engin leið til að loka hreinlega á viðskipti Friðar 2000 við ykkur?
Ákvarðanir sem þessi, er ekki í mínum höndum. En ég hef falið réttum aðilum innandyra málið til meðferðar og bíð niðurstöðu þeirra.