Ég kannski byrjaði á röngum fæti með því að blanda P2P og hollu og skemmtilegu inn í þetta. Og eftir að hafa lesið póst GSH þá myndi ég vilja umorða þetta eftir bestu getu. Kostnaður við infrastructure er einmitt það sem ég er að tala um. Burðarlagið mitt (línan/atm/ljósið/ethernetið) er stærsti kostnaðarliðurinn. Eins og fyrr sagði nýtist 90% af þessum infrastructure í að flytja umferð sem notendur eru ekki rukkaðir fyrir. Ég er ekki að búa til einhverja verðsamráðsmafíu, ég veit að mér og ykkur er frjálst að rukka hvað sem er. Ég er einfaldlega að reyna að skoða, án þess að fara í mikla detaila, hversu mikið erum við að púðra í infrastructure sem *aldrei* verður greitt beint fyrir. Kveðja, kristinn soffanías rúnarsson ps. orðið infrastructure kom 3svar fyrir í þessum pósti :)