Sælir, Við erum nú ekki með neina raunverulega IP notendur lengur en ég hef orðið var við miklu meira af spami frá innlendum notendum en áður, og nú er svo komið að mínar kvartanir miðast við að hóta lokun á alla tölvupóstmóttöku frá viðkomandi þjónustu haldi sendingarnar áfram, enda virðast margar þeirra ekki taka mark á kvörtunum sem maður sendir. Einnig finnst mér skammarlegt hvað fáir eru með abuse@ addressu hjá sér, og sumir hverjir virðast aldrei lesa postmaster póstinn... Óli Þann 02. February 2002, ritaði Guðbjörn Hreinsson eitthvað á þessa leið:
Sælir gúrúar, nú veit ég ekki með ykkur en hérna á Gagnaneti Símans eru mál svo komin að abuse kvartanir eru farnar að taka 50% af starfi heils starfskrafts. Þá er ég að tala um bara kvartanir um hegðun okkar viðskiptavina.
Það er ljóst að þetta er dýr hegðun og leggst á aðra notendur sem ekkert brjóta af sér. Þetta er vinna sem er lítið hægt að minnka með einhverju automat þar sem þetta innifelur mikil samskipti sem er illa hægt að automata (svo ég sjái).
Mig langar að vita hvort aðrir finni fyrir sömu þróun (nokkuð viss um þetta) og hvort þið hafið skoðað eitthvað automat ferli til að minnka overhead? Einnig væri gaman að vita hvort allir séu með notkunarskilmála og þá hvort þið hafið sektarákvæði sem þið beitið?
Íslenskir "hakkerar" og/eða script kiddies eru orðnir mjög uppivöðslusamir og nauðsynlegt að taka á því en líklega vill enginn vera vondi kallinn og brjóta ísinn, menn geta átt von á slæmu orðspori, samúðarárásum o.s.frv.
Svona smá laugardagsmorgunspælingar. -GSH
_______________________________________________ Gurus mailing list Gurus@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/gurus
-- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is