RE: Drög að nýjum reglum um skráningu og úthlutun léna
Undirritaður hefur lengi haldið uppi áróðri fyrir því að reglum um úthlutun léna yrði breytt í frjálsræðisátt. Fyrirliggjandi plagg er stórt skref í þá átt og að mínu mati fullnægjandi, þar sem aðalreglan er "fyrstur kemur fyrstur fær". Ákvæðin sem menn hafa rætt svo ákaflega hér á listanum í dag eru starfsreglur fyrir úrskurðarnefnd, en hún er úrræði til að skera úr ágreiningi á skemmri og væntanlega kostnaðarminni hátt en að fara dómstólaleiðina. Ekki mun reyna á þessi atriði fyrr en upp er kominn ágreiningur. Eitt fyrsta verk úrskurðarnefndar hlýtur að verða að túlka sínar eigin starfsreglur. Ég tel ekki ástæðu til að bæta þar um fyrr en sérfróðir menn af því tagi sem slíka nefnd munu skipa samkvæmt reglunum fá til þess tækifæri. Ekkert kemur heldur í veg fyrir að menn leiti til dómstóla með ágreiningsmál eftir sem áður. Allavega er engin leið að leggja á herðar ISNIC eitthvert dómarahlutverk. Það hefur verið mín skoðun lengi. En ég endurtek, mér finnst reglurnar vera til mikilla bóta. Mbk, Jóhann Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarmaður í INTÍS
Ákvæðin sem menn hafa rætt svo ákaflega hér á listanum í dag eru starfsreglur fyrir úrskurðarnefnd, en hún er úrræði til að skera úr ágreiningi á skemmri og væntanlega kostnaðarminni hátt en að fara dómstólaleiðina. Allavega er engin leið að leggja á herðar ISNIC eitthvert dómarahlutverk.
En hver er skoðun ykkar á því að ISNIC ákveður hvernig manna skuli nefndina. Að mínu mati á ISNIC á engann hátt að skipta sér af þessu. Gerðardómur er ódýr og einföld lausn (svo er mér sagt) fyrir þau ágreiningsmál sem gætu komið upp í þessum málum. Hér væri um algerlega óháða aðila að ræða og ekki einhverja sem ISNIC útnefnir. Eða hvað finnst ykkur? Kveðja, Leifur A. Haraldsson
participants (2)
-
johann.gunnarsson@fjr.stjr.is
-
Leifur A. Haraldsson