Séríslenskir stafir í lénanöfnum undir .is
Ágætu félagar Eins og menn vita hafa lén verið skráð frá upphafi í mjög takmörkuðu stafamengi (þ.e. tölustafir 0-9, bókastafir úr enska stafrófinu a-z og bandstrikið "-" ). Ástæða þessarar takmörkunar er/var auðvitað sú að þessi tákn eru sameiginleg öllum (flestum) lyklaborðum um heim allan og þar sem netið er alþjóðlegt hefur þótt eðlilegt að netföng þess væru að sama skapi alþjóðleg. Nú er þetta að breytast og stöðugt koma fram háværari kröfur um að menn geti notað eigin tungumál við að skrá netföng og þar með að lén skuli geta innihaldið stafróf eigin tungumáls. Nýlega var lokið við að setja fram RFC (tillögur að stöðlum) um hvernig skrá skuli lén úr mun stærri stafamengjum en nú er mögulegt með ASCII menginu. Eftirfarandi eru RFC sem aðalega fjalla um þetta: RFC 3454 "Preperation of Internationalized Strings" <http://ftp.rhnet.is/pub/rfc/rfc3454.txt> RFC 3492 "Punycode: A Bootstring encoding of Unicode for Internationalized Domain Names in Applications (IDNA)" <http://ftp.rhnet.is/pub/rfc/rfc3492.txt> RFC 3491 "Nameprep: A Stringprep Profile for Internationalized Domain Names (IDN)" <http://ftp.rhnet.is/pub/rfc/rfc3491.txt> RFC 3490 "Internationalizing Domain Names in Applications (IDNA)" <http://ftp.rhnet.is/pub/rfc/rfc3490.txt> -- 0 -- Í ljósi þessa þurfum við að huga að hvernig við gerum mönnum kleyft að skrá lén á íslensku undir .is, þ.e. hvernig við bætum séríslensku stöfunum við í stafamengið sem nota má í íslensk lénanöfn. Tæknileg útfærsla á þessu er í raun mjög einföld. Í DNS eru aldrei og verða ekki skráð nein lén með séríslenskum stöfum. Nöfnin eru einfaldlega umkóðuð yfir í svk ACE kóðun ("ASCII Compatible Encoding") og skráð sem slík (sjá ofangreind RFC). IANA úthlutaði fyrr á þessu ári sérstökum kóða 'xn' til að merkja þessa umkóðun og munu öll lén sem skráð eru skv þessu kerfi byrja á 'xn--'. Aðili sem skráir t.d. lénið 'þjóðarlén.is' hjá ISNIC fær í raun skráð í DNS lénið 'xn--jarln-esa9bxa1h.is' sem er ACE kóðun sem samsvarar léninu 'þjóðarlén.is'. Ljóst er að fyrst um sinn verður notagildi léna með slíkum séríslenskum stöfum lítið, þar sem búnað til að þýða þarna á milli vantar í flest notendaforrit. Sú staðalútfærsla sem ofan á varð gerir ráð fyrir að notendaforrit/stýrikerfi sjái um að þýða lénnöfn yfir í ACE kóðun áður en flett er upp í DNS. Fyrst um sinn verður því sá sem vill senda póst til 'notandi@þjóðarlén.is' sjálfur að nota í staðinn til 'notandi@xn--jarln-esa9bxa1h.is' þar sem líklegt er að póstkerfi viðkomandi samþykki ekki 'notandi@þjóðarlén.is' sem löglegt netfang, og enn síður sjá um að þýða þarna á milli. -- 0 -- Í tengslum við innleiðingu séríslenskra lénnafna hjá okkur eru nokkur atriði sem gaman væri að menn veltu fyrir sér og kæmu með athugasemdir við. (1) Fyrst mætti auðvitað spyrja hvort við ættum yfirhöfuð að gera þetta? Þessi lén koma hvort eð er ekki til með að virka vel til að byrja með og er þetta ekki bara aukakostnaður fyrir íslendinga sem nú þegar eru með lén án séríslenskra stafa? Það er mat ISNIC að ekki verði hjá því komist að skrá lén með séríslenskum stöfum undir .is. Brátt verður mönnum boðið upp á slíkt í almennu lénunum og fjöldi opinna þjóðarléna munu bjóða upp á slíkt. Við viljum síður neyða þá sem vilja lén með séríslenskum stöfum að skrá þau utan .is. Líklega eru u.þ.b 30% íslenskra léna þannig að þau væru með séríslenskum stöfum en ekki er gott að segja hversu mörg þeirra yrðu stofnuð. (2) Ofangreindir staðlar um útfærslu á þessum lénum gera ráð fyrir UNICODE stafamenginu <http://www.unicode.org/charts>. Það þýðir í raun að við verðum að velja hvaða stafi við viljum leyfa í íslenskum lénum. Gefin hafa verið út BCP á vegum CENTR og ICANN þar sem rök eru færð fyrir því að takmarka leyfilega stafi við þá sem notaðir eru innan viðkomandi lands. Sjá t.d. <http://www.icann.org/general/idn-guidelines-20jun03.htm>. Þetta er gert til að lámarka líkur á ruglingi þegar mjög líkir stafir eru skráðir, og til að minnka þörf fyrirtækja og einstaklinga til að skrá mörg lén til að ná yfir þekkt merki sín. ISNIC leggur til að við takmörkum skráningu léna undir .IS við íslenska stafi eingöngu, þ.e. þæðö/ÞÆÐÖ áéýúíó/ÁÉÝÚÍÓ (3) Hvernig á að hefja þessa úthlutun? Skiptar skoðanir eru á því hjá þeim sem undirbúa að taka upp þjóðleg lén um hvernig skuli standa að þvi að byrja úthlutun. Í grunninn eru tveir möguleikar; a að skrá þessi lénum á nákvæmlega sama hátt og við skráum lén í dag þ.e. "fyrstur-kemur-fyrstur-fær" eða b að viðurkenna þá staðreynd að þeir sem upphaflega sóttu um lén án íslenskra stafa hefðu gjarnan viljað fá þau *með* íslenskum stöfum ef þeim hefði staðið það til boða. ISNIC leggur til að við gerum þetta samkvæmt síðari kostinum en með ákveðnum takmörkuðum yfirgangstíma (t.d. 6 mánuðir). Þetta er í raun mjög einföld leið fyrir okkur. Þegar við fáum beiðni um skráningu á þjóðlegu léni (þ.e. með íslenskum stöfum), þá umbreytum við nafninu skv eftirfarandi töflu: þ -> th á -> a í -> i æ -> ae é -> e ó -> o ð -> d ý -> y ö -> o ú -> u Ef rétthafi á léninu sem út kemur í þessari umbreytingu er sá hinn sami (sama kennitala) og á hinu umbeðna þjóðlega léni (eða ef umbreytta lénið er ekki skráð) þá er lénið veitt. Annars ekki. Sem dæmi, ef aðli sækir um lénið 'þjóðarlén.is', þá er athugað hver rétthafi lénsins 'thjodarlen.is' og ef það er sami aðili, eða ef 'thjodarlen.is' er ekki skráð þá skráir ISNIC lénið 'þjóðarlén.is' og setur 'xn--jarln-esa9bxa1h.is' inn í DNS. Sé lénið 'thjodarlen.is' ekki til veitir skráning lénsins 'þjóðarlén.is' engann rétt á því nafni þ.e. rétturinn er *ekki* gagnkvæmur. Að yfirgangstíma loknum verður enginn greinarmunur gerður á lénum með eða án íslenskra stafa. (4) Ýmss önnur álitamál munu auðvitað koma upp við innleiðingu þjóðlegra lénnafna og gefa þarf ISNIC og hýsingaraðilum tíma til að aðlaga eigin kerfi (svo sem skráningarkerfi, bókhaldskerfi o.s.frv.) að nýjum gerðum léna. ISNIC býst við að byrja að bjóða upp á skráningu léna af þessu tagi snemma á næsta ári, ef ekkert óvænt kemur í veg fyrir það og það tekst að ljúka nauðsynlegum breytingum á skráningarkerfum. -- 0 -- Látið endilega heyra í ykkur. Okkur er mjög í mun að fá álit sem flestra á framhaldinu, hvernig standa skuli að innleiðingu IDN undir .IS. Sendið ykkar tillögur/athugasemdir á 'domain@lists.isnic.is' -- til þess er þessi listi. -- Marius RFC - "Request For Comment" BCP - "Best Current Practice" ICANN - "Internet Corporation for Assigend Names and Numbers" IANA - "Internet Assigned Numbers Authority" CENTR - "Council of European National Top-Level Domain Registries" IDN - "Internationalized Domain Names"
Góða kvöldið -*- Marius Olafsson <marius@isgate.is> [ 2003-10-01 21:40 ]:
(1) Fyrst mætti auðvitað spyrja hvort við ættum yfirhöfuð að gera þetta? Þessi lén koma hvort eð er ekki til með að virka vel til að byrja með og er þetta ekki bara aukakostnaður fyrir íslendinga sem nú þegar eru með lén án séríslenskra stafa?
Það er mat ISNIC að ekki verði hjá því komist að skrá lén með séríslenskum stöfum undir .is. Brátt verður mönnum boðið upp á slíkt í almennu lénunum og fjöldi opinna þjóðarléna munu bjóða upp á slíkt. Við viljum síður neyða þá sem vilja lén með séríslenskum stöfum að skrá þau utan .is. Líklega eru u.þ.b 30% íslenskra léna þannig að þau væru með séríslenskum stöfum en ekki er gott að segja hversu mörg þeirra yrðu stofnuð.
Það er rétt að það væri hálf furðulegt að geta skráð nýsköpunarsjóður.com en bara nyskopunarsjodur.is, svo dæmi sé tekið. En það er alveg rétt að þetta er mjög mikill aukakostnaður. Ef þú ert með lén viltu að *allir* geti komist inn á það, og þessvegna væri mjög óskynsamlegt að vera ekki með skráð lén án séríslenskra stafa til þess að allir geti notað það. Líklegt er að íslenskur ferðamaður í Eþíópíu lendi í vandræðum með að slá inn fréttablaðið.is -- æskilegt er að frettabladid.is sé áfram skráð. Að byrja að bjóða uppá svona lén fylgir umtalsverður kostnaður eins og þú kemur að í þínu bréfi -- bæði þarf breytingar á tölvukerfum ISNIC sem og hýsingaraðila, en að mínu mati er ávinningurinn ekki í samræmi við það (þó að eflaust sé margur ósammála mér í því). Ég geri því ekki ráð fyrir að ISNIC og/eða hýsingaraðilar muni gefa afslátt af þessum lénum sé lénið án séríslenskra stafa þegar skráð. Ég sé því akkúrat enga hagkvæmni í þessu fyrir einn né neinn, og mjög lítið notagildi, en kannski er ég bara að horfa á neikvæðu hliðarnar. :-) Og hver veit nema ég sjái bjartari hliðar síðar meir, hvort sem það væri að eigin frumkvæði eða eftir ábendingar.
(2) Ofangreindir staðlar um útfærslu á þessum lénum gera ráð fyrir UNICODE stafamenginu <http://www.unicode.org/charts>. Það þýðir í raun að við verðum að velja hvaða stafi við viljum leyfa í íslenskum lénum. Gefin hafa verið út BCP á vegum CENTR og ICANN þar sem rök eru færð fyrir því að takmarka leyfilega stafi við þá sem notaðir eru innan viðkomandi lands. Sjá t.d. <http://www.icann.org/general/idn-guidelines-20jun03.htm>. Þetta er gert til að lámarka líkur á ruglingi þegar mjög líkir stafir eru skráðir, og til að minnka þörf fyrirtækja og einstaklinga til að skrá mörg lén til að ná yfir þekkt merki sín.
ISNIC leggur til að við takmörkum skráningu léna undir .IS við íslenska stafi eingöngu, þ.e. þæðö/ÞÆÐÖ áéýúíó/ÁÉÝÚÍÓ
Ekki sé ég þörf á fleiri stöfum, og af nógu öðru að hafa áhyggjur af svosem ef einhverjum dettur í hug að bæta fleiri sértáknum við í íslenskt stafróf (og hingað til höfum við verið að fækka í stafrófinu en ekki fjölga, ekki satt?)
(3) Hvernig á að hefja þessa úthlutun? Skiptar skoðanir eru á því hjá þeim sem undirbúa að taka upp þjóðleg lén um hvernig skuli standa að þvi að byrja úthlutun. Í grunninn eru tveir möguleikar;
a að skrá þessi lénum á nákvæmlega sama hátt og við skráum lén í dag þ.e. "fyrstur-kemur-fyrstur-fær" eða
b að viðurkenna þá staðreynd að þeir sem upphaflega sóttu um lén án íslenskra stafa hefðu gjarnan viljað fá þau *með* íslenskum stöfum ef þeim hefði staðið það til boða.
ISNIC leggur til að við gerum þetta samkvæmt síðari kostinum en með ákveðnum takmörkuðum yfirgangstíma (t.d. 6 mánuðir). Þetta er í raun mjög einföld leið fyrir okkur. Þegar við fáum beiðni um skráningu á þjóðlegu léni (þ.e. með íslenskum stöfum), þá umbreytum við nafninu skv eftirfarandi töflu:
þ -> th á -> a í -> i æ -> ae é -> e ó -> o ð -> d ý -> y ö -> o ú -> u
Ef rétthafi á léninu sem út kemur í þessari umbreytingu er sá hinn sami (sama kennitala) og á hinu umbeðna þjóðlega léni (eða ef umbreytta lénið er ekki skráð) þá er lénið veitt. Annars ekki.
Sem dæmi, ef aðli sækir um lénið 'þjóðarlén.is', þá er athugað hver rétthafi lénsins 'thjodarlen.is' og ef það er sami aðili, eða ef 'thjodarlen.is' er ekki skráð þá skráir ISNIC lénið 'þjóðarlén.is' og setur 'xn--jarln-esa9bxa1h.is' inn í DNS. Sé lénið 'thjodarlen.is' ekki til veitir skráning lénsins 'þjóðarlén.is' engann rétt á því nafni þ.e. rétturinn er *ekki* gagnkvæmur.
Að yfirgangstíma loknum verður enginn greinarmunur gerður á lénum með eða án íslenskra stafa.
Ég er sammála að æskilegt er að fara leið b í þessu, og 6 mánuðir finnst mér einnig hæfilegur tími. Þetta vekur hinsvegar upp aðra spurningu; er æskilegt að frysta úthlutanir á lénum sem byrja á xn- þangað til þetta hefur verið útfært og þar til yfirgangstíminn er liðinn, til að koma í veg fyrir "squatting" á þessum lénum? Strax í dag gæti einhver umkóðað vísir.is svo dæmi sé tekið og skrá xn-.... lén fyrir það. Einnig þyrfti að taka þetta til athuganar í tæknilegri útfærslu -- að ef þjóðarlén.is er skráð í ykkar gagnagrunn sé xn--jarln-esa9bxa1h.is ekki "laust" (þ.e. finnist ekki í whois). Whois gagnagrunnurinn þyrfti sumsé að þekkja báðar uppflettingar. -- Kveðja, Tolli tolli@tol.li
Þórhallur, On Wed, 01 Oct 2003, Þórhallur Hálfdánarson wrote:
Þetta vekur hinsvegar upp aðra spurningu; er æskilegt að frysta úthlutanir á lénum sem byrja á xn- þangað til þetta hefur verið útfært og þar til yfirgangstíminn er liðinn, til að koma í veg fyrir "squatting" á þessum lénum? Strax í dag gæti einhver umkóðað vísir.is svo dæmi sé tekið og skrá xn-.... lén fyrir það.
Það er ekki hægt að skrá lén með tveimur samhliða bandstrikum þannig að enginn hefur möguleika á að skrá þessi lén í dag, eftir að þetta yrði tekið í notkun þá yrði þessi regla áfram og aðeins okkar kerfi gæti sett inn lén með því að þýða þau.
Einnig þyrfti að taka þetta til athuganar í tæknilegri útfærslu -- að ef þjóðarlén.is er skráð í ykkar gagnagrunn sé xn--jarln-esa9bxa1h.is ekki "laust" (þ.e. finnist ekki í whois). Whois gagnagrunnurinn þyrfti sumsé að þekkja báðar uppflettingar.
Jamm, við yrðum með báðar útgáfur í gagnagrunninum, önnur yrði aðeins sýnd í rétthafaskrá og "xn--" útgáfan er svo sett í IS zone og sýnd í sérrreit í uppflettingu í rétthafaskrá. Þetta er allavega það sem við erum með í kollinum varðandi framkvæmd á þessu í dag en erum opin fyrir öllum hugmyndum. /Óli -- Olafur Osvaldsson Systems Administrator Internet a Islandi hf. Tel: +354 525-5291 Email: oli@isnic.is
Kveldið aftur -*- Olafur Osvaldsson <oli@isnic.is> [ 2003-10-01 23:35 ]:
Þórhallur,
On Wed, 01 Oct 2003, Þórhallur Hálfdánarson wrote:
Þetta vekur hinsvegar upp aðra spurningu; er æskilegt að frysta úthlutanir á lénum sem byrja á xn- þangað til þetta hefur verið útfært og þar til yfirgangstíminn er liðinn, til að koma í veg fyrir "squatting" á þessum lénum? Strax í dag gæti einhver umkóðað vísir.is svo dæmi sé tekið og skrá xn-.... lén fyrir það.
Það er ekki hægt að skrá lén með tveimur samhliða bandstrikum þannig að enginn hefur möguleika á að skrá þessi lén í dag, eftir að þetta yrði tekið í notkun þá yrði þessi regla áfram og aðeins okkar kerfi gæti sett inn lén með því að þýða þau.
Ok... gat ekki (og get ekki enn) séð það í reglunum og man ekki eftir því úr neinum RFC, en það segir svosem ekki mikið. Er varla bannað í DNS heiminum þar sem þið hyggist skrá slík lén. .dk leyfa slíka skráningu, t.d. (VARÚÐ! BANNAÐ UNDIR 18!) er 0--0.dk skráð. En, endilega útskýrðu afhverju það er ekki boðið uppá að skrá lén með "--" ef það er rétt hjá mér að hvorki reglurnar né RFCar taki fyrir skráningnu á lénum með þeim streng.
Einnig þyrfti að taka þetta til athuganar í tæknilegri útfærslu -- að ef þjóðarlén.is er skráð í ykkar gagnagrunn sé xn--jarln-esa9bxa1h.is ekki "laust" (þ.e. finnist ekki í whois). Whois gagnagrunnurinn þyrfti sumsé að þekkja báðar uppflettingar.
Jamm, við yrðum með báðar útgáfur í gagnagrunninum, önnur yrði aðeins sýnd í rétthafaskrá og "xn--" útgáfan er svo sett í IS zone og sýnd í sérrreit í uppflettingu í rétthafaskrá.
Þetta er allavega það sem við erum með í kollinum varðandi framkvæmd á þessu í dag en erum opin fyrir öllum hugmyndum.
Besta mál. -- Kveðja, Tolli tolli@tol.li
Þórhallur, On Wed, 01 Oct 2003, Þórhallur Hálfdánarson wrote:
Ok... gat ekki (og get ekki enn) séð það í reglunum og man ekki eftir því úr neinum RFC, en það segir svosem ekki mikið. Er varla bannað í DNS heiminum þar sem þið hyggist skrá slík lén. .dk leyfa slíka skráningu, t.d. (VARÚÐ! BANNAÐ UNDIR 18!) er 0--0.dk skráð.
En, endilega útskýrðu afhverju það er ekki boðið uppá að skrá lén með "--" ef það er rétt hjá mér að hvorki reglurnar né RFCar taki fyrir skráningnu á lénum með þeim streng.
Ok, þetta hef ég uppúr því að vera að svara tölvupósti þegar ég er á leið í rúmið en ég var að bulla... Við settum þó í lénaprófin okkar þegar þetta idn mál byrjaði að ekki má skrá lén sem byrjar á tveim bókstöfum og tveim bandstrikum, enda var á þeim tíma ekki vitað hvaða tveir stafir yrðu notaðir. /Óli -- Olafur Osvaldsson Systems Administrator Internet a Islandi hf. Tel: +354 525-5291 Email: oli@isnic.is
Heil & sæl, Þann 1. okt. 2003 klukkan 21:38 reit Marius Olafsson:
Ágætu félagar Eins og menn vita hafa lén verið skráð frá upphafi í mjög.... <klipp><klipp><klipp>..
(3) Hvernig á að hefja þessa úthlutun? Skiptar skoðanir eru á því hjá þeim sem undirbúa að taka upp þjóðleg lén um hvernig skuli standa að þvi að byrja úthlutun. Í grunninn eru tveir möguleikar;
a að skrá þessi lénum á nákvæmlega sama hátt og við skráum lén í dag þ.e. "fyrstur-kemur-fyrstur-fær" eða
b að viðurkenna þá staðreynd að þeir sem upphaflega sóttu um lén án íslenskra stafa hefðu gjarnan viljað fá þau *með* íslenskum stöfum ef þeim hefði staðið það til boða.
c) að viðurkenna þá staðreynd að þeir sem upphaflega sóttu um lén án íslenskra stafa, njóti þess að fá lénið skráð með íslenskum stöfum sér að kostnaðarlausu óski þeir eftir því innan 6 mánaða frá gildistöku. d) þegar skráð er lénið bókhlaða.is, þá býðst viðkomandi að fá lénið bokhlada.is skráð gegn 500 króna aukagjaldi við skráningu. Árgjald miðast við eitt lén. Ekki gefst öðrum tækifæri á því að skrá lénin bókhlada.is né bokhlaða.is. Fyrir .is lén (miðað við núverandi gjaldskrá Isnic), er verið að borga 83.712- íslenskar krónur fyrir skráningu á léni og gjöld í 10 ár. Hægt er að fá .com netfang fyrir 85 dollara (6388 kr.) sem gildir í 10 ár, í dag (keypti eitt svoleiðs um daginn). Bara mín 5 cent.... Kv, - Bjarni Þór
Bjarni, Þann 28. nóvember 2003, ritaði Bjarni Thor Gylfason eitthvað á þessa leið:
c) að viðurkenna þá staðreynd að þeir sem upphaflega sóttu um lén án íslenskra stafa, njóti þess að fá lénið skráð með íslenskum stöfum sér að kostnaðarlausu óski þeir eftir því innan 6 mánaða frá gildistöku.
Munu þessir aðilar þá hætta með gamla lénið? Og ef ekki, eiga þeir þá að fá árgjaldið frítt af þessu aukaléni?
d) þegar skráð er lénið bókhlaða.is, þá býðst viðkomandi að fá lénið bokhlada.is skráð gegn 500 króna aukagjaldi við skráningu. Árgjald miðast við eitt lén. Ekki gefst öðrum tækifæri á því að skrá lénin bókhlada.is né bokhlaða.is.
Á ISNIC þá að taka frá allar mögulegar útgáfur léna með og án íslenskra stafa eins lengi og ein útgáfan er skráð? Hver á að borga fyrir það?
Fyrir .is lén (miðað við núverandi gjaldskrá Isnic), er verið að borga 83.712- íslenskar krónur fyrir skráningu á léni og gjöld í 10 ár. Hægt er að fá .com netfang fyrir 85 dollara (6388 kr.) sem gildir í 10 ár, í dag (keypti eitt svoleiðs um daginn).
Það gengur ekki að miða við gTLD, skoðaðu frekar þau ccTLD sem eru ekki að reyna að vera gTLD og eru með svipað módel og ISNIC. /Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is
d) þegar skráð er lénið bókhlaða.is, þá býðst viðkomandi að fá lénið bokhlada.is skráð gegn 500 króna aukagjaldi við skráningu. Árgjald miðast við eitt lén. Ekki gefst öðrum tækifæri á því að skrá lénin bókhlada.is né bokhlaða.is.
Á ISNIC þá að taka frá allar mögulegar útgáfur léna með og án íslenskra stafa eins lengi og ein útgáfan er skráð? Ég held að það verði nú að passa eitthvað upp á að ekki sé hægt að skrá hvað sem er. Mætti ég t.d. skrá kókakóla.is þó kokakola.is sé til? Ég held að þetta sé rétt ath. hjá málshefjanda að það þurfi að skoða þetta vel. Eru til viðmið erlendis frá?
Hver á að borga fyrir það? ISNic, en ég þekki ekki hvernig rekstur ISNic gengur, það er náttúrulega einfalt að meta kostnað og skoða síðan áhrifin á reksturinn. Kostnaðurinn er að sjálfsögðu endanlega greiddur af viðskiptavinum ISNic og enginn að biðja um að ISNic sé rekið með tapi.
Fyrir .is lén (miðað við núverandi gjaldskrá Isnic), er verið að borga 83.712- íslenskar krónur fyrir skráningu á léni og gjöld í 10 ár. Hægt er að fá .com netfang fyrir 85 dollara (6388 kr.) sem gildir í 10 ár, í dag (keypti eitt svoleiðs um daginn).
Það gengur ekki að miða við gTLD, skoðaðu frekar þau ccTLD sem eru ekki að reyna að vera gTLD og eru með svipað módel og ISNIC. Hvernig svipuð módel? Verðmódel, umsvif, fjölda skráninga, sama módel varðandi afgreiðslu á lénum, t.d. hver er NIC versus registry versus hýsingaraðili etc. etc.?
Hvað kosta lén fyrir tvö ár? .dk lén kostar $216 .se lén kostar $67 .de lén kostar $209 .jp lén kostar $190 .co.uk lén kostar $59.95 .cc lén kostar $60 .cn lén kostar $94.95 .com lén kostar $49.95 .org lén kostar $35 .us lén kostar $39 ... .is lén kostar $1.138 eða 5.3 sinnum dýrara en dýrasta lénið (.dk) sem er rekið eftir svipuðum formerkjum og ISNic. Það sem er helst áberandi er að ódýru ccTLD eru þau sem hafa samkeppni í NIC hlutanum. mbk, -GSH
Á ISNIC þá að taka frá allar mögulegar útgáfur léna með og án íslenskra stafa eins lengi og ein útgáfan er skráð? Ég held að það verði nú að passa eitthvað upp á að ekki sé hægt að skrá hvað sem er. Mætti ég t.d. skrá kókakóla.is þó kokakola.is sé til?
Ef þú átt sjálfur kokakola.is getur enginn skráð kókakóla.is nema þú fyrstu sex mánuðina (eins og tillagan liggur fyrir nú).
Eru til viðmið erlendis frá?
Þeir sem þegar eru byrjaðir þessum úthlutun eða í startholum (.pl,.de,.no eru allir með hreina "fyrstur-kemur-fyrstur-fær" stefnu og taka ekkert frá. Sjá til dæmis rökstuðning .no á http://www.norid.no/regelverk/forslag/idn-2003/index.en.html
Það gengur ekki að miða við gTLD, skoðaðu frekar þau ccTLD sem eru ekki að reyna að vera gTLD og eru með svipað módel og ISNIC. Hvernig svipuð módel? Verðmódel, umsvif, fjölda skráninga, sama módel varðandi afgreiðslu á lénum, t.d. hver er NIC versus registry versus hýsingaraðili etc. etc.?
Það eru í tvær tegundir léna almenn (gTLD) og þjóðarlén (ccTLD) -- þau geta síðan verið bæði opin (þ.e allir geta skráð lén) og lokuð (skáning háð skilyrðum um tengud starfsem eða þjóðerni), síðan er einnig spurning um hvort lénið noti "registrar" kerfi eða ekki og hvort það er "thick" eða "thin" (þ.e hvar WHOIS upplýsingar eru geymdar). Til að bera saman verðlagningu þarf að bera saman lén af svipaðri tegund. Allavega er út í hött að bera saman opin og lokuð lén og gTLD og ccTLD.
Hvað kosta lén fyrir tvö ár? Þú meinar væntanlega 10 ár?
.dk lén kostar $216 ~300þús lén 30 sinnum .is .se lén kostar $67 ~100þús lén 10 sinnum .is .de lén kostar $209 ~4M lén 400 sinnum .is
osfrv.
.is lén kostar $1.138
eða 5.3 sinnum dýrara en dýrasta lénið (.dk) sem er rekið eftir svipuðum formerkjum og ISNic.
Mörg þessara léna eru rekinn eftir registry/registrar módeli og í flestum tilfellum þarf einnig að greiða fast registrar-gjald (eins konar leyfisgjald) til að fá að skrá lén. Tekurðu það einnig með í reikninginn?
Það sem er helst áberandi er að ódýru ccTLD eru þau sem hafa samkeppni í NIC hlutanum.
Hmm.. ekki skil ég þennan part -- ertu að meina þau sem ekki leyfa notendum að skrá beint, heldur gegnum svk. "registrar" séu yfirleitt ódýrari? -- Marius
Hvað kosta lén fyrir tvö ár? Þú meinar væntanlega 10 ár?
Mistök hjá mér - greip þetta ekki og þar með er samanburðurinn rangur.
Mörg þessara léna eru rekinn eftir registry/registrar módeli og í flestum tilfellum þarf einnig að greiða fast registrar-gjald (eins konar leyfisgjald) til að fá að skrá lén. Tekurðu það einnig með í reikninginn?
Þetta er yfirleitt fastur kostnaður hjá registrar - ég reikna engin registrar gjöld eða hýsingargjöld inn í þetta í neinum tilvikum, bara NIC gjöld.
Það sem er helst áberandi er að ódýru ccTLD eru þau sem hafa samkeppni í NIC hlutanum.
Hmm.. ekki skil ég þennan part -- ertu að meina þau sem ekki leyfa notendum að skrá beint, heldur gegnum svk. "registrar" séu yfirleitt ódýrari?
Já, registry kerfið býður upp á samkeppni innan léns og getur verið pressa á NIC um verð. mbk, -GSH
Guðbjörn, Þann 03. desember 2003, ritaði Guðbjörn S. Hreinsson eitthvað á þessa leið:
Hvernig svipuð módel? Verðmódel, umsvif, fjölda skráninga, sama módel varðandi afgreiðslu á lénum, t.d. hver er NIC versus registry versus hýsingaraðili etc. etc.?
Þannig að þeir úthluta ekki öllum án takmarkanna og eru með álíka fjölda af lénum og við.
Hvað kosta lén fyrir tvö ár?
.dk lén kostar $216 .se lén kostar $67 .de lén kostar $209 .jp lén kostar $190 .co.uk lén kostar $59.95 .cc lén kostar $60 .cn lén kostar $94.95 .com lén kostar $49.95 .org lén kostar $35 .us lén kostar $39 ... .is lén kostar $1.138
eða 5.3 sinnum dýrara en dýrasta lénið (.dk) sem er rekið eftir svipuðum formerkjum og ISNic.
Ég veit ekki hvernig þú færð þessa tölu út, samkvæmt gjaldskrá ISNIC er kostnaður við skráningu léns og eitt ár að auki, s.s. 2 ár 20.368 kr. sem gerir u.þ.b. $275 miðað við að dollarinn sé 74 kr. nema ég sé búinn að gleyma hvernig eigi að nota þessa reiknivél :-)
Það sem er helst áberandi er að ódýru ccTLD eru þau sem hafa samkeppni í NIC hlutanum.
Mér finnst áhugavert hvernig þú notar þetta orð "NIC" og verð að forvitnast um hvað þú ert að tala um þegar þú segir "NIC" því ég skil ekki alveg hvernig er samkeppni þar? /Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is
eða 5.3 sinnum dýrara en dýrasta lénið (.dk) sem er rekið eftir svipuðum formerkjum og ISNic.
Ég veit ekki hvernig þú færð þessa tölu út, samkvæmt gjaldskrá ISNIC er kostnaður við skráningu léns og eitt ár að auki, s.s. 2 ár 20.368 kr. sem gerir u.þ.b. $275 miðað við að dollarinn sé 74 kr. nema ég sé búinn að gleyma hvernig eigi að nota þessa reiknivél :-)
Jamm, ég notaði töluna sem upphaflegur aðili sendi inn en þá var hann nota 10 ár. S.s. samanburðurinn er rangur. Rétt væri (fyrir 2 ár) þar sem .is lén kostar $228. .dk lén kostar $216 .is er 5% dýrara .se lén kostar $67 .is er 340% dýrara .de lén kostar $209 .is er 9% dýrara .jp lén kostar $190 .is er 20% dýrara .co.uk lén kostar $59.95 .is er 380% dýrara .cc lén kostar $60 .is er 380% dýrara .cn lén kostar $94.95 .is er 240% dýrara .com lén kostar $49.95 .is er 456% dýrara .org lén kostar $35 .is er 651% dýrara .us lén kostar $39 .is er 585% dýrara eða að m.t. er .is 307% dýrara. Hér er ekkert miðað við módel eða annan kostnað við hýsingu. Líka væri réttara að skoða muninn á stofngjöldum og síðan árgjöldum.
Það sem er helst áberandi er að ódýru ccTLD eru þau sem hafa samkeppni í NIC hlutanum.
Mér finnst áhugavert hvernig þú notar þetta orð "NIC" og verð að forvitnast um hvað þú ert að tala um þegar þú segir "NIC" því ég skil ekki alveg hvernig er samkeppni þar?
T.d. þegar NIC notar registry og býður registrar aðilum (sem þurfa oftast að borga gjald) til að skrá lén. T.d. DENic sem býður reyndar líka að aðilar skrái beint en þá er miðað við kostnað. DENic er ríkisrekið ef ég man rétt og er algjörlega á kostnaðarbasis. Ég þekki reyndar ekki aðrar leiðir til að búa til samkeppnisumhverfi í þessum geira heldur en registry módel. mbk, -GSH
Guðbjörn, Þann 03. desember 2003, ritaði Guðbjörn S. Hreinsson eitthvað á þessa leið:
eða 5.3 sinnum dýrara en dýrasta lénið (.dk) sem er rekið eftir svipuðum formerkjum og ISNic.
Ég veit ekki hvernig þú færð þessa tölu út, samkvæmt gjaldskrá ISNIC er kostnaður við skráningu léns og eitt ár að auki, s.s. 2 ár 20.368 kr. sem gerir u.þ.b. $275 miðað við að dollarinn sé 74 kr. nema ég sé búinn að gleyma hvernig eigi að nota þessa reiknivél :-)
Jamm, ég notaði töluna sem upphaflegur aðili sendi inn en þá var hann nota 10 ár. S.s. samanburðurinn er rangur.
Rétt væri (fyrir 2 ár) þar sem .is lén kostar $228.
.dk lén kostar $216 .is er 5% dýrara .se lén kostar $67 .is er 340% dýrara .de lén kostar $209 .is er 9% dýrara .jp lén kostar $190 .is er 20% dýrara .co.uk lén kostar $59.95 .is er 380% dýrara .cc lén kostar $60 .is er 380% dýrara .cn lén kostar $94.95 .is er 240% dýrara .com lén kostar $49.95 .is er 456% dýrara .org lén kostar $35 .is er 651% dýrara .us lén kostar $39 .is er 585% dýrara
Ég verð að segja eins og er að við skoðun á register.com þá eru allt önnur verð en þú gefur upp, bæði upp og niður, samkvæmt hvaða heimild eru þessar tölur? Ekki að það skipti nokkru máli, ég hef ekkert um verðskrá ISNIC að segja en finnst bara alltaf rangt þegar fólk er að bera saman ólíka hluti.
eða að m.t. er .is 307% dýrara. Hér er ekkert miðað við módel eða annan kostnað við hýsingu. Líka væri réttara að skoða muninn á stofngjöldum og síðan árgjöldum.
Það sem er helst áberandi er að ódýru ccTLD eru þau sem hafa samkeppni í NIC hlutanum.
Mér finnst áhugavert hvernig þú notar þetta orð "NIC" og verð að forvitnast um hvað þú ert að tala um þegar þú segir "NIC" því ég skil ekki alveg hvernig er samkeppni þar?
T.d. þegar NIC notar registry og býður registrar aðilum (sem þurfa oftast að borga gjald) til að skrá lén. T.d. DENic sem býður reyndar líka að aðilar skrái beint en þá er miðað við kostnað. DENic er ríkisrekið ef ég man rétt og er algjörlega á kostnaðarbasis.
Ég þekki reyndar ekki aðrar leiðir til að búa til samkeppnisumhverfi í þessum geira heldur en registry módel.
Ok, þá er ég farinn að skilja þig, en athugaðu að NIC er ekkert endilega tengt lénum á nokkurn hátt heldur er alltaf talað um registry og registrar, ISNIC er t.d. registry sem er ekki með neina registrars, APNIC er hvorki registry né registrar og hefur ekkert með lén að gera og svo er Verisign sem er bæði registry og registrar og leyfir öðrum registrars að úthluta lénum fyrir sig líka. Athugaðu að þó sett væri upp samkeppni í formi registrars við úthlutun TLD þá getur registryið stjórnað verðum algerlega með því að hafa bara nógu hátt verð frá hverjum registrar pr. lén og því þyrfti samkeppni ekki að hafa nein áhrif á verð. /Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is
Olafur, Þann 3. desember reit Olafir Osvaldsson:
Bjarni, Þann 28. nóvember 2003, ritaði Bjarni Thor Gylfason eitthvað á þessa leið:
c) að viðurkenna þá staðreynd að þeir sem upphaflega sóttu um lén án
íslenskra stafa, njóti þess að fá lénið skráð með íslenskum stöfum sér að kostnaðarlausu óski þeir eftir því innan 6 mánaða frá gildistöku.
Munu þessir aðilar þá hætta með gamla lénið? Og ef ekki, eiga þeir þá að fá árgjaldið frítt af þessu aukaléni?
Að sjálfsögðu munu þessir aðilar ekki hætta með gamla lénið. Vísa í d) lið.
d) þegar skráð er lénið bókhlaða.is, þá býðst viðkomandi að fá lénið
bokhlada.is skráð gegn 500 króna aukagjaldi við skráningu. Árgjald miðast við eitt lén. Ekki gefst öðrum tækifæri á því að skrá lénin bókhlada.is né bokhlaða.is.
Á ISNIC þá að taka frá allar mögulegar útgáfur léna með og án íslenskra stafa eins lengi og ein útgáfan er skráð? Hver á að borga fyrir það?
Grunnskráning léns gæti miðast við bokhlada.is, þ.e.a.s. lén skal vera skrásett án sér íslenskra stafa til að hægt sé að uppfylla skráningu. Viðkomandi gefst tækifæri á þvi að greið auka 500 krónur fyrir lénið bokhlaða.is, og aðrar 500 krónur fyrir bókhlada.is, og enn einn 500 kallinn fyrir bókhlaða.is. Hvort sem þessar 500 krónur væru greiddar í upphafi við skráningu eða á ársgrundvelli, er mér í raun sama um, á meðan það er ekki verið að greiða samkvæmt gildandi verðskrá Isnic í dag fyrir hverja skráningu. Ef reglurnar segja ekki að bokhlada.is þurfi að vera þegar skráð þegar bókhlaða.is er skráð, þá verður Isnic væntanlega að taka hin ómöglegustu lén frá eins og þú bendir á. Mér persónulega finnst ekkert að því að Isnic standi straum að því (þó svo að mér finnist að sú regla eigi að gilda að bokhlada.is sé grunnskráning). Hugsanlega væri hægt að komast að samkomulagi við þá sem eiga 'erfið lén' með 500 kr. reglunni.
Fyrir .is lén (miðað við núverandi gjaldskrá Isnic), er verið að borga 83.712- íslenskar krónur fyrir skráningu á léni og gjöld í 10 ár. Hægt er að fá .com netfang fyrir 85 dollara (6388 kr.) sem gildir í 10 ár, í dag (keypti eitt svoleiðs um daginn).
Það gengur ekki að miða við gTLD, skoðaðu frekar þau ccTLD sem eru ekki að reyna að vera gTLD og eru með svipað módel og ISNIC. /Óli
Já, ég þarf að kynna mér ccTLD sem eru ekki að reyna að vera gTLD aðeins betur. Finnst ykkur samt í lagi að það sé hægt að versla algengustu endingarnar (.com, .net, .org, .biz, .us, .info, .name, etc...) fyrir $85, og frá fría DNS hýsingu (ásamt user interface-i) erlendis þegar við erum að horfa á þessar verðskrár hér? Hinsvegar, þá er gjaldskrá Isnic engan veginn í samræmi við það sem við erum að leggja út fyrir lén utan .is. Ef ég gæti fengið allar mögulegar og ómögulegar útgáfur af bókhlaða.is fyrir $85 per stykki næstu 10 ár, þá myndi ég versla það, þegjandi og hljóðalaust. Góðar stundir. - Bjarni Þór
Bjarni, Þann 10. desember 2003, ritaði Bjarni Thor Gylfason eitthvað á þessa leið:
Hinsvegar, þá er gjaldskrá Isnic engan veginn í samræmi við það sem við erum að leggja út fyrir lén utan .is. Ef ég gæti fengið allar mögulegar og ómögulegar útgáfur af bókhlaða.is fyrir $85 per stykki næstu 10 ár, þá myndi ég versla það, þegjandi og hljóðalaust.
Eins og kom fram fyrir stuttu á þessum lista þá er ISNIC ekki með neitt mikið hærri gjaldskrá en sum þeirra léna sem voru tilgreind þar. Mér þætti aftur á móti fróðlegt að vita hvar þú getur keypt lén á $85 í 10 ár þar sem ég hef aldrei heyrt slík verð. Meiraðsegja gTLD eru flest með $35 á ári. /Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is
Hæ, Hér er búinn að vera umræða m.a. um kostnað við .is lén, hjá ISNiC, mörgum finnst kostnaður vera of mikill og hafa dregið fram verðskrár yfir kostnað við gTLD lén og önnur ccTLD lén (.dk, .de. o.fl.). Vil benda áhugasömum á að þar sem ISNiC er hlutafélag er að ég held hægt að nálgast ársuppgjör félagsins hjá Hlutafélagaskrá Hagstofunnar, þannig ættu þeir að geta skoðað rekstrarlegar forsendur félagsins, eigið fé, veltu, hagnað, o.s.frv. Ég hef ekki séð þessar upplýsingar á vefnum hjá ISNiC og vona að þetta sé rétt hjá mér, ég hef a.m.k. sjálfur geta farið til Hagstofunnar áður og nálgast ársskýrslur annara hlutafélaga - gegn gjaldi. Ef þessar upplýsingar væru fyrir hendi gæti hugsanlega farið fram umræða um rekstrarforsendur og gjaldskrá félagsins sem tæki mið að því umhverfi sem það starfar í. -- | Einar Örn Eiðsson | Tel: +354-662-1767 | Website: http://www.sukk.net | ICQ: 8818678 / MSNM: einar [at] sukk.net ----------------------------- -- - - - -
Bjarni,
Þann 10. desember 2003, ritaði Bjarni Thor Gylfason eitthvað á þessa leið:
Hinsvegar, þá er gjaldskrá Isnic engan veginn í samræmi við það sem við erum að leggja út fyrir lén utan .is. Ef ég gæti fengið allar mögulegar og ómögulegar útgáfur af bókhlaða.is fyrir $85 per stykki næstu 10 ár, þá myndi ég versla það, þegjandi og hljóðalaust.
Eins og kom fram fyrir stuttu á þessum lista þá er ISNIC ekki með neitt mikið hærri gjaldskrá en sum þeirra léna sem voru tilgreind þar.
Mér þætti aftur á móti fróðlegt að vita hvar þú getur keypt lén á $85 í 10 ár þar sem ég hef aldrei heyrt slík verð. Meiraðsegja gTLD eru flest með $35 á ári.
/Óli
-- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is
_______________________________________________ Domain mailing list Domain@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/domain
participants (6)
-
Bjarni Thor Gylfason
-
Einar Örn Eiðsson
-
Guðbjörn S. Hreinsson
-
Marius Olafsson
-
Olafur Osvaldsson
-
Þórhallur Hálfdánarson