"Ain't broke, don't fix it"
Bara smá ábending... Reglurnar eins og þær eru í dag eru gallaðar. Það sést best á því hversu oft ISnet hafa sjálfir beygt þær og úthlutað mönnum lén sem stangast á við þau. Það sést líka á því hvað er búið að stofna mörg svokölluð "áhugamannafélög" til þess eins að geta skráð lén. Eina .is lénið mitt (molar.is) er ekki í samræmi við skilyrði 1.2 á http://www.isnet.is/is/dom-skraning.html. Ég sá ekki ástæðu til að stofna "áhugamannafélag um lénið molar.is", og IntÍs skildu það alveg. Er "Linux á Íslandi" með kennitölu? En freebsd.is? En frettir.is? Til eru fleiri dæmi. Ég ætla að láta það vera að gagnrýna ISnet fyrir að hafa beygt reglurnar aðeins - það var augljóslega góð ástæða fyrir að lénunum var úthlutað. Ég fagna því að þeir séu að íhuga að breyta reglunum þ.a. þær séu í betra samræmi við hvernig íslendingar vilja augljóslega nota ".is" lénið sitt. Svo er eitt sem ég skil ekki. Af hverju vilja svona margir leyfa fyrirtækjum að skrá fleiri lén en einstaklingum? Ef einstaklingur er nægilega sérvitur til að eyða fleiri tugum þúsunda í að skrá mörg lén þá skil ég ekki af hverju það á að banna honum það frekar en e-u fyrirtæki. -- Bjarni R. Einarsson PGP: 02764305, B7A3AB89 bre@netverjar.is -><- http://bre.klaki.net/ Netverjar gegn ruslpósti: http://www.netverjar.is/baratta/ruslpostur/
Það sést best á því hversu oft ISnet hafa sjálfir beygt þær og úthlutað mönnum lén sem stangast á við þau.
INTIS úthlutar ekki lénum sem stangast á við þessar reglur, eins og þær eru á hverjum tíma. Það er ekki sniðugt að halda slíku fram á lista sem þessum.
Það sést líka á því hvað er búið að stofna mörg svokölluð "áhugamannafélög" til þess eins að geta skráð lén.
Þau voru aðalega stofnuð þegar einstaklingum var ekki leyft að skrá lén. Úthlutanir léna til þessara félaga voru í full samræmi við úthlutunarreglur.
Eina .is lénið mitt (molar.is) er ekki í samræmi við skilyrði 1.2 á http://www.isnet.is/is/dom-skraning.html. Ég sá ekki ástæðu til að stofna "áhugamannafélag um lénið molar.is", og IntÍs skildu það alveg.
Enda var það óþarfi þar sem því var úthlutað til einstaklingsins Bjarna Runars Einarssonar, á grundvelli greinagerðar um fyrirhugaða starfsemi fullkomlega í samræmi við úthlutunarreglur þegar því var úthlutað.
Er "Linux á Íslandi" með kennitölu? Já En freebsd.is? Já En frettir.is? Já
Til eru fleiri dæmi.
Nei, svo er ekki. -- skil ekki af hverju þú ert að fullyrða það? -- Marius
On 2000-09-14, 17:08:33 (+0000), Marius Olafsson wrote:
Enda var það óþarfi þar sem því var úthlutað til einstaklingsins Bjarna Runars Einarssonar, á grundvelli greinagerðar um fyrirhugaða starfsemi fullkomlega í samræmi við úthlutunarreglur þegar því var úthlutað.
Afsakið ruglið í mér, ég las ekki nógu vandlega þegar ég fullyrti að ég væri með óleyfilegt lén (hjúkk). Ég hætti nefnilega að lesa þegar ég var búinn að lesa "nafn umsækjanda, stytting nafnsins, skammstöfun eða stílfæring nafns". Ég asnaðist til að hoppa yfir rest málsgreinarinnar, því ég nennti ekki að lesa um hvaða bókstafir væru leyfilegir (þekki það nú þegar). Það sem mér sást yfir var: "Lén má einnig vera heiti á vöru eða þjónustu, sem umsækjandi sýnir fram á að hann veiti eða hyggist veita í atvinnuskyni". Semsagt, ef vefur sem lénið vísar á er þjónustan sem viðkomandi ætlar að veita, þá geta menn skráð hvað sem er? Nema það stangist á við vörumerki? En af hverju þarf það að vera í atvinnuskyni? Vefurinn minn er strangt til tekið ekki orðið atvinnutæki enn, þó ég hafi reyndar sýnt fram á að hann gæti hugsanlega orðið það í framtíðinni. Hvað hafa menn á móti þjónustu á netinu sem er bara gefins? Ég er reyndar ekkert hissa á sjálfum mér að hafa yfirsést þetta, því það er ekki minnst á þennan möguleika í grein 1.3, og heldur ekki minnst á hverskonar fjöldatakmarkanir gilda um svona lén. Mér sýnist reyndar alveg óskilgreint hvaða reglur gilda um lén sem eru heiti á vöru eða þjónustu - er það ekki slæmt? Ef ekkert af þessu er vandamál, og ég er bara svona tregur, þá vil ég bera fram þessa tillögu: laga reglurnar svo ég skilji þær! :-) Til hversu eru annars öll þessi "áhugamannafélög um xyz"? Af hverju sá íslenska útvarpsfélagið sig knúið til að stofna öll þessi lén með þessum hætti? Er þetta orðið óþarft í dag? Ef ekki, væri ekki sniðugt að gera þetta óþarft? Það var þetta sem átti að vera meginpunkturinn hjá mér í síðasta bréfi: að eitthvað í skilmlunum er (eða var) að neyða menn til að búa til fullt af áhugamannafélögum um vefina sína. Mér fannst það asnalegt. Ég biðst afsökunar ef ég var að berja dauðan hund. En ég efast um að ég sé sá eini sem er ruglaður í þessu, þ.a. ég skammast mín ekki mjög mikið... fínt að fá þessa hluti á hreint. -- Bjarni R. Einarsson PGP: 02764305, B7A3AB89 bre@netverjar.is -><- http://bre.klaki.net/ Netverjar gegn ruslpósti: http://www.netverjar.is/baratta/ruslpostur/
participants (2)
-
Bjarni R. Einarsson
-
Marius Olafsson