Re: [Domain] postmaster kröfur vegna léna undir .is
Gott, gilt og gamalt practice imho, en ég var svona að segja það sem mér finnst að *gæti* orðið veruleiki, þeas. ekkert MX record. Amk. sýnist mér þróunin vera orðin sú að menn notist við WHOIS upplýsingar þegar verið er að koma abuse upplýsingum til skila. Flest sjálvirk kerfi sem ég hef komist í tæri við notast við whois, ekki DNS. Varðandi það að þú beinir abuse & postmaster@viðskiptavinur á þig er svo annað dæmi. Fyrir mér er það ólöglegt, nema þú takir það væntanlega fram að þú fáir póst á abuse & postmaster og kannski fleiri netföng hjá þínum viðskiptavin. -soffi- Baldur Gislason wrote:
Reyndar gera mail RFC ráð fyrir því að ef ekkert MX record er fyrir hendi þá eigi vél sem A recordið fyrir domainið vísar á, að taka við póstinum ef ég man rétt. Það gera allar reglur ráð fyrir því að bæði postmaster@domain og abuse@domain séu alltaf til. Það er bara standard procedure hjá mér á vefhýsingarþjónunum að búa til alias fyrir postmaster og abuse á nýjum domainum, sem bendir á postmaster og abuse hjá hýsingaraðilanum, sem svo aftur eru aliasar á mig.
Baldur
On Mon, Feb 28, 2005 at 08:23:17AM +0000, Kristinn Soffanias Runarsson wrote:
Miðað við áttina sem þessi umræða er komin út í þá vildi ég benda Svavari á að það er hægt að skrá Role object sem tengilið við (alla afaik) tengiliði léns. Varðandi topicið, er ég sammála Guðbirni. Mörg lén sem eru skráð í dag hafa aldrei verið hugsuð til póstsendinga eða móttöku og miðað við magn pósts sem að væri rejectað, þá held að það mætti frekar bara sleppa MX recordi *og málið er dautt* eins og einhver sagði.
kv, -soffi-
Svavar Lúthersson wrote:
Sælir aftur,
"Í því tilviki er varla líklegt að postmaster virki?" - Var að tala um þessi "custom" netföng önnur en postmaster.
"Ekkert sem hindrar aðila í að birta postmaster sem tengiliða netfang." - Það sem mér finnst pirrandi er þegar aðilarnir gera það ekki. Hvað er svona erfitt við að stofna postmaster netfang fyrir lénið sem að forwardar síðan póstinum á alla viðkomandi starfsmenn? Þá þarf engu að breyta í whois, Isnic eða öðrum samskiptaleiðum þegar einhver nýr tekur við stöðunni, eingöngu breyta forwardinu á póstþjóninum þegar þarf. Hversu margir eru með það á áætlun sinni að líta yfir whois upplýsingar og breyta þeim ef þörf er á, þegar þeir taka við nýrri stöðu í fyrirtæki? T.d. eru netföngin abuse, www og hostmaster í víðri notkun og ég held að þau reynist ágætlega. Það tekur miklu styttri tíma að breyta forwardi á netfangi en að breyta t.d. whois upplýsingum, vefupplýsingum, tilkynningar til annara starfsmanna og svo framvegis.
"Efast um að dns væri rétta leiðin. Whois er þarna einmitt til þess." - Whois er fínt ef að það væri alltaf breytt (sjá að ofan). En þarna var ég að hugsa um sparnaðinn fyrir þig ef þú værir að búa til nýja zone skrá og þurfa bara að skilgreina eina færslu eins og þú nefndir áður og þá þyrftirðu ekkert að skilgreina MX færslu og síðan setja upp póstþjóninn þegar þú getur bara gert eina línu og þetta væri komið. Það væri kannski hægt að setja í staðlanna færslu sem héti "postmaster" og hún væri skilgreind með postmaster@<annað_lén> og öllum postmaster pósti væri beint þangað.
Kannski betra að fá álit hinna á listanum áður en við ræðum þetta nánar...
Með kveðju, Svavar Lúthersson (svavarl@stuff.is)
----- Original Message ----- From: "Guðbjörn S. Hreinsson" <gsh@centrum.is> To: "'Svavar Lúthersson'" <svavarl@stuff.is>; <domain@isnic.is> Sent: Sunday, February 27, 2005 5:54 PM Subject: RE: [Domain] postmaster kröfur vegna léna undir .is
Það er mitt álit, að krafan um postmaster@<lén> sé enn þá réttmæt. Það gerist stundum að aðrar leiðir eru ekki aðgengilegar, t.d. netföng í whois eða þau sem finnast á netinu virka alls ekki. Hef tekið eftir því að mörg fyrirtæki skilgreina oft í whois sérstakan starfsmann sem á að sjá um tengd mál en þau munu ekkert virka ef að starfsmaðurinn vinnur ekki lengur fyrir fyrirtækið.
Í því tilviki er varla líklegt að postmaster virki?
Álit mitt er því að postmaster@<lén> er því miklu fýsilegra en "custom" netföng en þó er í lagi að blanda þessu saman og láta t.d. postmaster forwardast á þá sem sjá um póstinn. Auk þess er alltaf gott að hafa eitt netfang sem maður veit að virkar í staðinn fyrir að þurfa að fletta því sífellt upp. Bara til að bæta við umræðuna, þá finnst mér að fyrirtæki eigi ekkert að setja netföng starfsmanna beint í whois eða aðrar samskiptaleiðir, heldur láta föstu netföngin forwarda póstinum á viðkomandi starfsmann eða láta alltaf viðkomandi starfsmann fá lykilorðið fyrir póstboxið (sem að er alltaf breytt eftir að starfsmaður sem hefur aðgang að því hættir hjá fyrirtækinu). Starfsmenn myndu samt sem áður hafa sér netföng ef fólki langar að hafa samband við þá beint án afskipta vinnufélaganna.
Ekkert sem hindrar aðila í að birta postmaster sem tengiliða netfang.
Hægt væri að forðast að þurfa að setja MX færslu fyrir lén, ef það væri hægt að skilgreina í DNS færslu hver sér um jafngildi postmaster fyrir lénið ef netfangið er undir öðru léni. Sú aðferð myndi samt krefjast breytinga á núverandi staðli svo best ég veit, en ég efast um að þeir taki þetta inn bara sí svona.
Efast um að dns væri rétta leiðin. Whois er þarna einmitt til þess. -GSH
_______________________________________________ Domain mailing list Domain@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/domain
_______________________________________________ Domain mailing list Domain@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/domain
participants (1)
-
Kristinn Soffanias Runarsson