Væntanlegar breytingar á þjónustu ISNIC
Eins og sumum ykkar er eflaust kunnugt þá skipti Internet á Íslandi hf. um eigendur í vor. Nýir eigendur og starfsmenn hafa hug á að gera nokkrar breytingar á þjónustu ISNIC, en viljum endilega heyra ykkar álit á þessum breytingum áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar. Fyrsta breytingin sem við ætlum að ráðast í er upptaka á biðsvæði fyrir lén. Það hefur lengi staðið til að ISNIC bjóði rétthöfum að skrá lénið tímabundið á "biðsvæði" þar til menn hafa valið sér vistunaraðila. Í reglum ISNIC nr. 1.1.15. um Biðsvæði segir: "Biðsvæði merkir að rétthafi hafi skráð lén með tæknilegum formerkjum en hefur ekki aðgang að því að neinu leyti, svo sem tölvupóstaðgang eða uppsetningu á vef." Nauðsynlegar tæknilegar breytingar vegna þessa hafa verið framkvæmdar og nú leitum við eftir áliti netverja. Næsta breyting varðar breytingar á tæknilegum kröfum. (a) Áhugi er á að fella niður kröfu um aðgengi að "zone-transfer" til handa ISNIC á .is lénum. Þessi krafa hefur eitthvað takmarkað möguleika á að vista .is lén hjá einstaka erlendum vistunaraðila. Athugið að við niðurfellingu þessarar kröfu fást ekki lengur tölulegar upplýsingar um vélafjölda á "Netinu á Íslandi", sjá http://www.isnic.is/tolur/is-zone-stats.html (b) Kröfum um uppsetningu á MX færslum .is léna aflétt. (c) Hætta að krefja erlenda rétthafa um staðfestingu á vörumerkjaeign orðsins sem .is lénið byggir á. Verði þessi regla afnumin munu erlendir rétthafar geta skráð hvaða .is lén sem er. Athugið að þetta á einnig við um lénasafnara og eykur því líkur á misnotkun. Erlendir rétthafar munu samt eftir sem áður þurfa að vera með íslenskan tengilið rétthafa. 4. Hætt verði að senda út tilkynningar um skráningu nýrra léna. Það er ekki lengur réttlætanlegt að tilkynna um þetta fyrirfram, menn geta haft ýmsar ástæður fyrir því að skrá lén, án þess að það sé strax tilkynnt utan ISNIC. Ýmsar aðrar léttvægari breytingar eru á döfinni og verður tilkynnt um þær þegar þar að kemur. /Óli -- Olafur Osvaldsson Systems Administrator Internet a Islandi hf. Email: oli@isnic.is Tel: +354 525-5291
Sæll Ólafur, gott að Isnic ber þetta undir þennan litla hóp, best væri náttúrulega að gera tilraun til að fá víðfeðmari umræðu og þáttöku, t.d. með því að auglýsa umræðusíðu á heimasíðu ISNic eða myspace.com eða álíka síðum. Ég hef lítið við tillögurnar að ath. og líst vel á flestar nema eina og set þar athugasemd við sérstaklega að neðan. Ég geri annars ráð fyrir að þetta sé í samræmi við "umboð" ISNic frá ICANN þó best væri náttúrulega að sjá umboð frá íslenskum stjórnvöldum. Það hefði einnig verið gaman að sjá tillögu um að brjóta .is upp í registry og registrar og efla samkeppni á þessum markaði, ekki er vöntun þar á. Legg það hér með fyrir póstlistalimi hvernig þeim líst á það? Loks væri gaman að sjá breytingar á skráningaraðferðum, þær eru verulega stífar og klaufalegar. Ofangreind tillaga gæti breytt þar miklu. mbk, -GSH
Eins og sumum ykkar er eflaust kunnugt þá skipti Internet á Íslandi hf. um eigendur í vor. Hverjir eru nýjir eigendur? Ég er ekki að sjá það á heimasíðu ISNic? Næsta breyting varðar breytingar á tæknilegum kröfum.
(a) Áhugi er á að fella niður kröfu um aðgengi að "zone-transfer" til handa ISNIC á .is lénum. Þessi krafa hefur eitthvað takmarkað möguleika á að vista .is lén hjá einstaka erlendum vistunaraðila. Athugið að við niðurfellingu þessarar kröfu fást ekki lengur tölulegar upplýsingar um vélafjölda á "Netinu á Íslandi", sjá http://www.isnic.is/tolur/is-zone-stats.html Sé enga ástæðu til að fella niður kröfuna. Ef þetta er af öryggisástæðum þá ætti ISNic að setja kröfur í samráði við íslenska rekstraraðila um aðgengi að tölfræði upplýsingum þessarra aðila. (c) Hætta að krefja erlenda rétthafa um staðfestingu á vörumerkjaeign orðsins sem .is lénið byggir á. Verði þessi regla afnumin munu erlendir rétthafar geta skráð hvaða .is lén sem er. Athugið að þetta á einnig við um lénasafnara og eykur því líkur á misnotkun. Erlendir rétthafar munu samt eftir sem áður þurfa að vera með íslenskan tengilið rétthafa. Er þetta ekki lögfræðilegt frekar en tæknilegt? Tel langbest að hafa sem minnsta eða enga mismunun.
Sælir, On 12.8.2007, at 12:12, Guðbjörn Sverrir Hreinsson wrote:
gott að Isnic ber þetta undir þennan litla hóp, best væri náttúrulega að gera tilraun til að fá víðfeðmari umræðu og þáttöku, t.d. með því að auglýsa umræðusíðu á heimasíðu ISNic eða myspace.com eða álíka síðum.
Þessi póstlisti hefur alltaf verið notaður fyrir umræðu varðandi breytingar á reglum ISNIC. Eftir helgi mun líka vera sett frétt á heimasíðuna með tilvísun í póstlistann.
Ég hef lítið við tillögurnar að ath. og líst vel á flestar nema eina og set þar athugasemd við sérstaklega að neðan. Ég geri annars ráð fyrir að þetta sé í samræmi við "umboð" ISNic frá ICANN þó best væri náttúrulega að sjá umboð frá íslenskum stjórnvöldum.
Skráning léna undir .IS er skv. ákvörðun IANA/ICANN í samræmi við RFC-1591 og ICP-1 og hafa íslensk stjórnvöld ekki hingað til komið nálægt lénamálum.
Það hefði einnig verið gaman að sjá tillögu um að brjóta .is upp í registry og registrar og efla samkeppni á þessum markaði, ekki er vöntun þar á. Legg það hér með fyrir póstlistalimi hvernig þeim líst á það?
Persónulega finnst mér registry-registrar kerfi of þungt í vöfum fyrir eins lítinn fjölda léna en fyrir ISNIC myndi það þýða mjög mikla hagræðingu í rekstri ef lénafjöldinn eykst. Mér þætti gaman að heyra hvernig það myndi bæta samkeppni, það yrði alltaf eitt registry eftir sem áður og það yrðu alltaf stóru hýsingaraðilarnir sem myndu vera registrar og væri þá ekki eins gott að auðvelda núverandi skráningarferil fyrir þá þannig að þeir gætu skráð lén t.d. með EPP?
Loks væri gaman að sjá breytingar á skráningaraðferðum, þær eru verulega stífar og klaufalegar. Ofangreind tillaga gæti breytt þar miklu.
Hvað er það sem þér finnst stíft og klaufalegt, allar ábendingar eru vel þegnar.
Eins og sumum ykkar er eflaust kunnugt þá skipti Internet á Íslandi hf. um eigendur í vor. Hverjir eru nýjir eigendur? Ég er ekki að sjá það á heimasíðu ISNic?
Tekið af http://www.isnic.is/about/board.php ===================================================== Internet á Íslandi hf., ISNIC, er í eigu um 23 fyrirtækja og einstaklinga; Modernus ehf. er stærsti hluthafinn. Núverandi stjórn félagsins skipa: Tryggvi Karl Eiríksson formaður Ingimundur Sigurpálsson Magnús Soffaníasson Bárður Hreinn Tryggvason Jens Pétur Jensen ===================================================== Satt að segja hef ég ekki hugmynd um hverjir hinir hlutafarnir eru.
Næsta breyting varðar breytingar á tæknilegum kröfum.
(a) Áhugi er á að fella niður kröfu um aðgengi að "zone-transfer" til handa ISNIC á .is lénum. Þessi krafa hefur eitthvað takmarkað möguleika á að vista .is lén hjá einstaka erlendum vistunaraðila. Athugið að við niðurfellingu þessarar kröfu fást ekki lengur tölulegar upplýsingar um vélafjölda á "Netinu á Íslandi", sjá http://www.isnic.is/tolur/is-zone-stats.html Sé enga ástæðu til að fella niður kröfuna. Ef þetta er af öryggisástæðum þá ætti ISNic að setja kröfur í samráði við íslenska rekstraraðila um aðgengi að tölfræði upplýsingum þessarra aðila.
Þetta hefur ekkert með öryggisástæður að gera, heldur er að verða æ algengara að erlendir hýsingaraðilar neiti eða kunni ekki að opna fyrir zone-transfer frá okkar neti fyrir .IS lén og stærsta málið nýverið er þegar á annað hundrað lén þurftu að flytja eftir að hýsingaraðilinn Bluehost ákvað að loka á zone-transfer fyrir .IS frá okkar neti án frekari viðvarana.
(c) Hætta að krefja erlenda rétthafa um staðfestingu á vörumerkjaeign orðsins sem .is lénið byggir á. Verði þessi regla afnumin munu erlendir rétthafar geta skráð hvaða .is lén sem er. Athugið að þetta á einnig við um lénasafnara og eykur því líkur á misnotkun. Erlendir rétthafar munu samt eftir sem áður þurfa að vera með íslenskan tengilið rétthafa. Er þetta ekki lögfræðilegt frekar en tæknilegt? Tel langbest að hafa sem minnsta eða enga mismunun.
/Óli -- Olafur Osvaldsson Systems Administrator Internet a Islandi hf. Email: oli@isnic.is Tel: +354 525-5291
Sælir,
gott að Isnic ber þetta undir þennan litla hóp, best væri náttúrulega að gera tilraun til að fá víðfeðmari umræðu og þáttöku, t.d. með því að auglýsa umræðusíðu á heimasíðu ISNic eða myspace.com eða álíka síðum.
Þessi póstlisti hefur alltaf verið notaður fyrir umræðu varðandi breytingar á reglum ISNIC. Eftir helgi mun líka vera sett frétt á heimasíðuna með tilvísun í póstlistann. Mikið rétt, ábendingin snerist um að kannski ætti þessi umræða heima í stærri hóp. Þessi listi er líka engan veginn eins virkur og var einu sinni.
Ég hef lítið við tillögurnar að ath. og líst vel á flestar nema eina og set þar athugasemd við sérstaklega að neðan. Ég geri annars ráð fyrir að þetta sé í samræmi við "umboð" ISNic frá ICANN þó best væri náttúrulega að sjá umboð frá íslenskum stjórnvöldum.
Skráning léna undir .IS er skv. ákvörðun IANA/ICANN í samræmi við RFC-1591 og ICP-1 og hafa íslensk stjórnvöld ekki hingað til komið nálægt lénamálum. Alveg rétt, en stjórnvöld í öðrum löndum hafa tekið þetta mun meira til sín eins og væri eðlilegt og í samræmi við reglur ICANN. Ábendingin snerist um að kannski ætti ISNic að hafa frumkvæði í þeim málefnum til að hafa formlegt umboð frá því landi sem það starfar í.
Það hefði einnig verið gaman að sjá tillögu um að brjóta .is upp í registry og registrar og efla samkeppni á þessum markaði, ekki er vöntun þar á. Legg það hér með fyrir póstlistalimi hvernig þeim líst á það?
Persónulega finnst mér registry-registrar kerfi of þungt í vöfum fyrir eins lítinn fjölda léna en fyrir ISNIC myndi það þýða mjög mikla hagræðingu í rekstri ef lénafjöldinn eykst. Mér þætti gaman að heyra hvernig það myndi bæta samkeppni, það yrði alltaf eitt registry eftir sem áður og það yrðu alltaf stóru hýsingaraðilarnir sem myndu vera registrar og væri þá ekki eins gott að auðvelda núverandi skráningarferil fyrir þá þannig að þeir gætu skráð lén t.d. með EPP? Það er til að mynda mjög lítið eða ekkert samband eða traust milli ISNic og registrar aðila eins og tíðkast á flestum öðrum byggðum bólum, strax og þetta yrði framvæmt þá væri þunginn í vöfunum fyrir ISNIC kominn til registrar sem hafa þá allan hag af því að gera þetta að þjónustuatriði, eitthvað sem ISNic hefur litla burði til. Við höfum fengið margar umsóknir um lén en síðan gerist ekkert þar sem viðskiptavinurinn skilur ekki hvernig hann á að klára skrefin hjá ISNic, síðan ákveða þeir að opna .com lén eða álíka.
Þarna meina ég ekki traust til að ISNic sé tæknilægt fært til að reka .IS GTLD enda hafa þeir sýnt þá hæfni lengi, heldur meina ég traust í viðskiptalegum samböndum, þar hefur lítill skilningur ríkt og verið að mínu mati dragbítur á að .is sé notað í meiri mæli. Slíkum samböndum fylgja síðan ferlar sem þarf að ýtra og besta og styðja við með tæknilegum rekstri.
Loks væri gaman að sjá breytingar á skráningaraðferðum, þær eru verulega stífar og klaufalegar. Ofangreind tillaga gæti breytt þar miklu.
Hvað er það sem þér finnst stíft og klaufalegt, allar ábendingar eru vel þegnar. Best tel ég að ISNic ákveddi (stefnumótun) að gera skráningarferlið MUN einfaldara fyrir alla aðila, sérstaklega þá sem eru að færa sig milli hýsenda. Þá ákvörðun myndu þeir síðan styðja með því að gera könnun meðal hýsenda hver séu vandamálin og mynda síðan tímasett og committed plan um umbætur. Best væri náttúrulega að miða við erlendar fyrirmyndir og jafnvel gera samninga við erlenda aðila um aðgang að þeirra ferlum og tækni; technology transfer.
Tel ekki að árangur náist í þessa átt á t.d. þessum póstlista án þess að rýra gildi hans að öðru leyti. mbk, Guðbjörn
Sælir, On 13.8.2007, at 15:34, Guðbjörn Sverrir Hreinsson wrote:
Það hefði einnig verið gaman að sjá tillögu um að brjóta .is upp í registry og registrar og efla samkeppni á þessum markaði, ekki er vöntun þar á. Legg það hér með fyrir póstlistalimi hvernig þeim líst á það?
Persónulega finnst mér registry-registrar kerfi of þungt í vöfum fyrir eins lítinn fjölda léna en fyrir ISNIC myndi það þýða mjög mikla hagræðingu í rekstri ef lénafjöldinn eykst. Mér þætti gaman að heyra hvernig það myndi bæta samkeppni, það yrði alltaf eitt registry eftir sem áður og það yrðu alltaf stóru hýsingaraðilarnir sem myndu vera registrar og væri þá ekki eins gott að auðvelda núverandi skráningarferil fyrir þá þannig að þeir gætu skráð lén t.d. með EPP? Það er til að mynda mjög lítið eða ekkert samband eða traust milli ISNic og registrar aðila eins og tíðkast á flestum öðrum byggðum bólum, strax og þetta yrði framvæmt þá væri þunginn í vöfunum fyrir ISNIC kominn til registrar sem hafa þá allan hag af því að gera þetta að þjónustuatriði, eitthvað sem ISNic hefur litla burði til. Við höfum fengið margar umsóknir um lén en síðan gerist ekkert þar sem viðskiptavinurinn skilur ekki hvernig hann á að klára skrefin hjá ISNic, síðan ákveða þeir að opna .com lén eða álíka.
Það eru ekki neinir registrar aðilar fyrir .IS í dag og því giska ég á að þú sért að tala um traust milli hýsingaraðila og ISNIC. Við höfum hug á að taka upp EPP kerfi þ.e. sama og notað er í registry-registrar samskiptum en áður en hægt er að fara útí það þarf að losna við öll pappírs samskipti og er það hluti af þeim breytingum sem við erum að gera núna. Þetta myndi s.s. gera hýsingaraðilum kleift að skrá lén fyrir sína viðskiptavini án þess að viðskiptavinurinn þyrfti að fara í gegnum vefinn hjá ISNIC en þó ekki þannig að .IS væri breytt í registry-registrar kerfi.
Loks væri gaman að sjá breytingar á skráningaraðferðum, þær eru verulega stífar og klaufalegar. Ofangreind tillaga gæti breytt þar miklu.
Hvað er það sem þér finnst stíft og klaufalegt, allar ábendingar eru vel þegnar. Best tel ég að ISNic ákveddi (stefnumótun) að gera skráningarferlið MUN einfaldara fyrir alla aðila, sérstaklega þá sem eru að færa sig milli hýsenda. Þá ákvörðun myndu þeir síðan styðja með því að gera könnun meðal hýsenda hver séu vandamálin og mynda síðan tímasett og committed plan um umbætur. Best væri náttúrulega að miða við erlendar fyrirmyndir og jafnvel gera samninga við erlenda aðila um aðgang að þeirra ferlum og tækni; technology transfer.
Ef ég skil þig rétt þá viltu helst að hýsingaraðilar geti skráð lénið fyrir fólk? /Óli -- Olafur Osvaldsson Systems Administrator Internet a Islandi hf. Email: oli@isnic.is Tel: +354 525-5291
Ef Traust í samskiptum, EPP, Registry/registrar eru aðferðir sem leiða til þess að við gerum viðskipti fyrir viðskiptavina (séu það fólk eða fyrirtæki) með .is lén þægilegri heldur en í dag þá er það málið. Legg það að sjálfsögðu í traustar hendur ISNic að meta það. Allavega náum við greinilega ekki árangri á póstlistanum með þessi mál en gangi ykkur vel með fyrirhugaðar breytingar. Guðbjörn
Sælir,
On 13.8.2007, at 15:34, Guðbjörn Sverrir Hreinsson wrote:
Það hefði einnig verið gaman að sjá tillögu um að brjóta .is upp í registry og registrar og efla samkeppni á þessum markaði, ekki er vöntun þar á. Legg það hér með fyrir póstlistalimi hvernig þeim líst á það?
Persónulega finnst mér registry-registrar kerfi of þungt í vöfum fyrir eins lítinn fjölda léna en fyrir ISNIC myndi það þýða mjög mikla hagræðingu í rekstri ef lénafjöldinn eykst. Mér þætti gaman að heyra hvernig það myndi bæta samkeppni, það yrði alltaf eitt registry eftir sem áður og það yrðu alltaf stóru hýsingaraðilarnir sem myndu vera registrar og væri þá ekki eins gott að auðvelda núverandi skráningarferil fyrir þá þannig að þeir gætu skráð lén t.d. með EPP? Það er til að mynda mjög lítið eða ekkert samband eða traust milli ISNic og registrar aðila eins og tíðkast á flestum öðrum byggðum bólum, strax og þetta yrði framvæmt þá væri þunginn í vöfunum fyrir ISNIC kominn til registrar sem hafa þá allan hag af því að gera þetta að þjónustuatriði, eitthvað sem ISNic hefur litla burði til. Við höfum fengið margar umsóknir um lén en síðan gerist ekkert þar sem viðskiptavinurinn skilur ekki hvernig hann á að klára skrefin hjá ISNic, síðan ákveða þeir að opna .com lén eða álíka.
Það eru ekki neinir registrar aðilar fyrir .IS í dag og því giska ég á að þú sért að tala um traust milli hýsingaraðila og ISNIC. Við höfum hug á að taka upp EPP kerfi þ.e. sama og notað er í registry-registrar samskiptum en áður en hægt er að fara útí það þarf að losna við öll pappírs samskipti og er það hluti af þeim breytingum sem við erum að gera núna. Þetta myndi s.s. gera hýsingaraðilum kleift að skrá lén fyrir sína viðskiptavini án þess að viðskiptavinurinn þyrfti að fara í gegnum vefinn hjá ISNIC en þó ekki þannig að .IS væri breytt í registry-registrar kerfi.
Loks væri gaman að sjá breytingar á skráningaraðferðum, þær eru verulega stífar og klaufalegar. Ofangreind tillaga gæti breytt þar miklu.
Hvað er það sem þér finnst stíft og klaufalegt, allar ábendingar eru vel þegnar. Best tel ég að ISNic ákveddi (stefnumótun) að gera skráningarferlið MUN einfaldara fyrir alla aðila, sérstaklega þá sem eru að færa sig milli hýsenda. Þá ákvörðun myndu þeir síðan styðja með því að gera könnun meðal hýsenda hver séu vandamálin og mynda síðan tímasett og committed plan um umbætur. Best væri náttúrulega að miða við erlendar fyrirmyndir og jafnvel gera samninga við erlenda aðila um aðgang að þeirra ferlum og tækni; technology transfer.
Ef ég skil þig rétt þá viltu helst að hýsingaraðilar geti skráð lénið fyrir fólk?
/Óli
Sælir, Ég tek undir orð Guðbjarnar um registry-registrar fyrirkomulag. Það er alveg ljóst að samkeppni vantar á þennan markað og internetveitunum er fyllilega treystandi fyrir sölu léna. Hvað varðar umræður Ólafs og Guðbjarnar um samkeppni þá langar mig að skjóta því inn að samkeppni snýst ekki einungis um verð heldur einnig þjónustu og möguleika. Leyfi ég mér þar að benda á þróun verðs og þjónustu á farsímamarkaði en mínútuverð lækkaði gífurlega fyrst um sinn þegar nýir aðilar komu á markað en hefur lítið lækkað síðustu ár. Þjónustan aftur á móti hefur stóraukist síðustu ár og möguleikar viðskiptavina á hinum ýmsu þjónustuliðum margfaldast. Um nýskráningu léna tek ég einnig undir orð Guðbjarnar. Nema fólk sé vel læst á tölvu er nýskráningarferlið afar torskilið. Einnig er ótrúlegt að ekki sé hægt að kaupa lén og greiða fyrir það með kreditkorti. Aðrar athugasemdir mínar má finna í samhengi hér að neðan en ég er sammála þeim breytingatillögum sem Ólafur hefur lagt fram. Það er virkilega gaman að sjá þá viðskiptalegu þróun sem er að eiga sér stað hjá Isnic. Olafur Osvaldsson wrote:
Eins og sumum ykkar er eflaust kunnugt þá skipti Internet á Íslandi hf. um eigendur í vor. Nýir eigendur og starfsmenn hafa hug á að gera nokkrar breytingar á þjónustu ISNIC, en viljum endilega heyra ykkar álit á þessum breytingum áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar.
Fyrsta breytingin sem við ætlum að ráðast í er upptaka á biðsvæði fyrir lén. Það hefur lengi staðið til að ISNIC bjóði rétthöfum að skrá lénið tímabundið á "biðsvæði" þar til menn hafa valið sér vistunaraðila. Í reglum ISNIC nr. 1.1.15. um Biðsvæði segir: "Biðsvæði merkir að rétthafi hafi skráð lén með tæknilegum formerkjum en hefur ekki aðgang að því að neinu leyti, svo sem tölvupóstaðgang eða uppsetningu á vef."
Nauðsynlegar tæknilegar breytingar vegna þessa hafa verið framkvæmdar og nú leitum við eftir áliti netverja. Þetta yrði góð þjónusta við viðskiptavini. Auðveldar til muna og flýtir fyrir kaupferli léna.
Næsta breyting varðar breytingar á tæknilegum kröfum.
(a) Áhugi er á að fella niður kröfu um aðgengi að "zone-transfer" til handa ISNIC á .is lénum. Þessi krafa hefur eitthvað takmarkað möguleika á að vista .is lén hjá einstaka erlendum vistunaraðila. Athugið að við niðurfellingu þessarar kröfu fást ekki lengur tölulegar upplýsingar um vélafjölda á "Netinu á Íslandi", sjá http://www.isnic.is/tolur/is-zone-stats.html
(b) Kröfum um uppsetningu á MX færslum .is léna aflétt.
(c) Hætta að krefja erlenda rétthafa um staðfestingu á vörumerkjaeign orðsins sem .is lénið byggir á. Verði þessi regla afnumin munu erlendir rétthafar geta skráð hvaða .is lén sem er. Athugið að þetta á einnig við um lénasafnara og eykur því líkur á misnotkun. Erlendir rétthafar munu samt eftir sem áður þurfa að vera með íslenskan tengilið rétthafa. Sammála hér. Þetta eru óþarfa höft.
4. Hætt verði að senda út tilkynningar um skráningu nýrra léna. Það er ekki lengur réttlætanlegt að tilkynna um þetta fyrirfram, menn geta haft ýmsar ástæður fyrir því að skrá lén, án þess að það sé strax tilkynnt utan ISNIC.
Sem áhugamanni um viðskipti hefur mér alltaf fundist gaman að komast á snoðir um markaðsherferðir og vörumerki í þessum tilkynningum en auðvitað eiga þessar upplýsingar ekki að liggja á glámbekk. -- Ólafur Örn Nielsen Morgunblaðið / mbl.is Netfang: oli@mbl.is Símar: 669-1168 / 569-1168
Eftirfarandi eru smávægilegar athugsamdir mínar (persónulega) við fyrirhugaðar breytingar á skráningarreglum ISNIC. Ég er sammála því sem komið hefur fram hjá öðrum að það er tímabært koma þessum málum á fastari grundvöll .. að mínu áliti er aðkoma stjórnvalda tímabær að eftirfarandi þáttum: 1. Verðlagningu .is léna. Ekki gengur að láta hrein arðsemissjónarmið eingöngu ráða verðlagningu á þjónustu sem eðli málsins vegna er verður einungis veitt af einum aðila. Verði svo áfram er borinn von um að .is lén lækki nokkurntíma í verði. 2. Viðhaldi skráningarregla. Meðan við vorum fáir og netið notað af tiltölulega litlum hóp virkaði kannske að ræða þessi mál óformlega á póstlistum, en ekki lengur. Setja þarf upp einhverskonar stýrihóp á vegum hagsmunaaðila/neytenda sem hefur endanlegt úrskurðarvald um hvernig skráningarreglum er breytt. Auðvitað er nauðsynlegt að innan slíks hóps séu fulltrúar allra hagsmunaaðila þ.m.t ISNIC. 3. Úrskurðarnefnd. Stjórnvöld þurfa að koma að því hvernig leyst er úr ágreiningsmálum vegna lénaskráningar. Koma þarf upp kerfi sem er gagnsætt og óháð ISNIC þangað sem menn sem deila um réttindi til léna geta snúið sér. Það getur ekki verið eðlilegt að úrskurðaraðili sé sami og skráningaraðili. Einstakar athugasemdir:
(a) Áhugi er á að fella niður kröfu um aðgengi að "zone-transfer" til handa ISNIC á .is lénum.
Ég mun að vísu sakna þess að geta ekki unnið tölulegar upplýsingar um vélafjölda undir .is (þar sem við eigum óslitin gögn frá 1990 þegar á Íslandi voru 14 nettengdar tölvur :-), en ISNIC getur varla lengur staðið í endalausum deilum við erlenda vistunaraðila, gegnum grandalausa rétthafa .is léna, um þessa kröfu.
(b) Kröfum um uppsetningu á MX færslum .is léna aflétt.
Sammála -- löngu tímabært.
(c) Hætta að krefja erlenda rétthafa um staðfestingu á vörumerkjaeign orðsins sem .is lénið byggir á.
Hér verða menn að gera sér grein fyrir afleiðingunum. -- .is lén hafa hingað til verið skráð þannig að ekki fer á milli mála hver rétthafi þeirra er. M.a. vegna þessa er mjög lítið um að hvers-kyns netmisnotkun sé vistuð undir .is lénum. Ef við gerum þetta verður auðvelt fyrir erlenda (og innlenda) aðila að fela með öllu rétthafa lénsins (hafa það bara einhverja vitleysu, merkt sem erlendur rétthafi), og þar með verða .is lén eftirsóttari til notkunar í hverskyns netsvindl aðgerðum, í skjóli þess að raunverulegur rétthafi er ekki skráður.
Erlendir rétthafar munu samt eftir sem áður þurfa að vera með íslenskan tengilið rétthafa.
Þeir velja bara einhverja íslenska kennitölu, en gefa eigið netfang þegar tengiliður er skráður.
4. Hætt verði að senda út tilkynningar um skráningu nýrra léna.
Tímabært... -- Marius
participants (4)
-
Guðbjörn Sverrir Hreinsson
-
Marius Olafsson
-
Olafur Osvaldsson
-
Ólafur Örn Nielsen